is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1271

Titill: 
 • Vettvangsnám á grunnskólabraut í Kennaraháskóla Íslands : viðhorf kennaranema og viðtökukennara
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar rannsóknar var að kanna reynslu kennaranema og viðtökukennara af vettvangsnámi, þ.e. þeim hluta grunnskólakennaranáms sem fram fer í grunnskólum. Rannsóknin var gerð á skólaárinu 2005−2006 og tók til kennaranema í Kennaraháskóla Íslands (KHÍ) á síðasta námsári sem höfðu lokið öllu vettvangsnámi á grunnskólabraut. Einnig tók hún til viðtökukennara þeirra í kennslugreininni sem þeir sérhæfa sig í að kenna.
  Upplýsingaöflun fór fram með tvennum hætti, þ.e. spurningalistar voru lagðir fyrir kennaranema og viðtökukennara og einnig var rætt við rýnihóp kennaranema úr nokkrum kjörsviðsgreinum.
  Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar telja kennaranemar að vettvangsnámið sé mikilvægur þáttur í kennaranáminu. Virðist ríkja nokkuð almenn ánægja meðal kennaranema um einstök vettvangsnámstímabil og tengsl vettvangsnámsins við fræðileg námskeið sem þeim tengjast í kennaranáminu. Hins vegar kemur fram að mörgum kennaranemum finnst ekki vera um nægilega samfellu að ræða í vettvangs¬náminu. Einnig kemur fram að margir kennaranemar hafa áhyggjur af þekkingu sinni í greininni sem þeir sérhæfa sig í og hæfni sinni til að kenna hana á unglingastigi.
  Viðtökukennarar eru samkvæmt niðurstöðunum áhugasamir um að taka þátt í samstarfi við Kennaraháskólann með því að vera viðtökukennarar kennaranema. Þeir telja að á síðasta vettvangsnámstímabilinu sé þekking kennaranema í kennslugreininni sem þeir sérhæfa sig í nokkuð góð, svo og í kennslufræði. Einnig telja þeir æskilegt að efla hæfni sína sem viðtökukennara enda kemur fram í svörum um þriðjungs kennaranema, að þeir eru ekki fyllilega sáttir við þá leiðsögn sem þeir fá á vettvangi. Loks benda niðurstöðurnar til þess að samskipti KHÍ og grunnskólanna þurfi að efla, en í rannsókninni kom fram að um þriðjungi viðtökukennara fannst að samskiptin væru ekki nægilega mikil.

 • Útdráttur er á ensku

  The major goal of this study was exploring how student teachers and their school advisers experience the practicum part of the teacher education program in the Iceland University of Education. The research described here was undertaken during the school year 2005–2006 and covered student teachers in the final (third) year of the program who, i.e. those students who had experienced all the practicum components which the program offers. Also among the participants in this study were school advisers who teach particular subjects in upper primary school and guide student teachers in their final practicum.
  Data were collected by two means, through questionnaires sent to both groups and by a group interview conducted with a mixed group of student teachers in the final year of the program.
  The results of the study indicate that the student teachers involved consider the practicum part as very important and they seem to be rather satisfied with how it is organized and how it connects to other parts of the teacher education program. However, they also highlight particular aspects of it which they find problematic. For example, many of them feel that the various practicum components might be better connected. Also of concern to many students in this study is that they do not feel adequately prepared in the subjects they will be teaching in the school.
  The results also indicate that school advisers are generally quite enthusiastic about collaborating with the Iceland University of Education. Asked about the student teachers’ competencies most of them considered them as rather well prepared, both in regard to pedagogy and knowledge of the teaching subjects they were specializing in. However, many of them raised concerns about their own abilities in guiding student teachers, an issue also mentioned by approximately 30 % of the student teachers. Besides, about one-third of the school advisers felt that the communication between them and the Iceland University of Education was not adequate.

Samþykkt: 
 • 10.10.2007
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1271


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigríður-Greinargerð.pdf975.54 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Sigríður-Fylgiskjöl.pdf1.86 MBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna