is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1272

Titill: 
 • Tæknin má ekki yfirtaka handverkið : notkun tölvu- og upplýsingatækni í kennslu sex myndlistarkennara í grunnskólum
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Miklar breytingar hafa orðið í þjóðfélaginu á undanförnum árum varðandi notkun upplýsinga- og samskiptatækni þar sem tæknin hefur haslað sér völl á öllum sviðum þjóðlífsins, og þar með í öllum atvinnugreinum á vinnumarkaði. Ætla má að þessi öflugi miðill og verkfæri hljóti einnig að hafa áhrif á nám og kennslu.
  Í aðalnámskrá grunnskóla frá 1999 er kveðið á um aukna notkun upplýsinga- og samskiptatækni (UST) í grunnskólum, ekki aðeins í tiltekinni námsgrein, heldur á öllum sviðum skólastarfsins. Í þessari rannsókn er leitast við að kanna hvernig notkuninni er háttað í myndlistarkennslu sex kennara í grunnskólum, með hliðsjón af áherslum og markmiðum í aðalnámskrá grunnskóla.
  Rannsóknin byggir á viðtölum við myndlistarkennara sem eru að nota tæknina á einhvern hátt í starfi. Viðtölin voru tekin á tímabilinu frá mars til desember 2005. Auk viðtalanna voru markmið aðalnámskrár skoðuð með tilliti til tækninotkunar í kennslu og skólanámskrár skólanna sex skoðaðar með tilliti til hugsanlegra áhrifa aðalnámskrár á áherslur skólanna, og þar með starf kennaranna.
  Í niðurstöðum kom fram að kennararnir nota tæknina aðallega til undirbúnings kennslu og við innlagnir í upphafi kennslustunda. Nemendur nota tæknina mjög takmarkað í sínu námi í kennslustofunni þrátt fyrir að þeir virðist nota tölvur talsvert eftir að skóla lýkur á daginn, bæði til afþreyingar og samskipta.
  Notkun tækninnar hefur hlotið góðan hljómgrunn í atvinnugreinum lista í þjóðfélaginu. Kennararnir telja skort á tækjum hefta innleiðingu tækninnar í myndlistarkennslu og hafa óskað eftir úrbótum en ekki fengið. Einnig telja þeir að eigin þekkingarskortur geti hamlað innleiðingu tækninnar en eru áhugasamir að bæta úr því.

  Abstract
  Looking at the use of ICT (information and communication technology) in our society for the past few years we can see many changes where technology has become a big part of our society and every profession in the labor market. Therefore we can assume that this powerful media and its powerful tool, the computer, must affect both learning and teaching.
  The national curriculum for visual arts published 1999 so provides that the use of ICT in elementary schools should be increased, not just in specified subjects but in every part of student and teacher work in compulsory schools. This research is supposed to cast light on the use of UST in art teaching of selected teachers that are working with technology in compulsory schools. My intention was to find out how teachers and students use computers in the classroom, with reference to the aims of the national curriculum.
  My research is based on interviews with six art teachers who use technology in the classroom. The interviews where taken in the period from March till December 2005. Besides analysing the interviews I studied the aims of the national curriculum and the school curriculum in these six schools, with regard to the use of information technology and its influence in teaching. The purpose was to consider the influence on the work of teachers in the classroom.
  One conclusion is that the teachers mainly use the technology to prepare their own teaching or to present a task at the beginning of a lesson. Student use of technology in their classrooms and in their art studies is however very limited, despite extensive computer use after school, which is both for entertainment and communication.
  The use of this technology has had a good reception in the world of arts. Teachers believe that a shortage of devices has constrained the introduction of ICT to art teaching and have requested some improvements, but without success. They also feel that their own lack of knowledge can constrain the introduction of technology, but are willing to make improvements.

Samþykkt: 
 • 10.10.2007
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1272


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aðalbjörg-Heildarskjal.pdf2.83 MBOpinnHeildarskjalPDFSkoða/Opna