en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12724

Title: 
  • is Skaðabótaábyrgð endurskoðenda með sérstöku tilliti til saknæmis
Submitted: 
  • October 2012
Abstract: 
  • is

    Í kjölfar bankahrunsins árið 2008 hefur samfélagsumræðan beinst að því hverjir geti talist ábyrgir fyrir orsökum þess og afleiðingum. Ýmsir hafa verið nefndir í því samhengi svo sem alþingismenn, lögmenn, sérfræðingar innan bankanna, löggiltir endurskoðendur og fleiri. Krafa hefur verið gerð um refsi- og skaðabótaábyrgð tiltekinna einstaklinga og lögaðila vegna bankahrunsins. Kveikjan að þessari ritgerð var umræða um hugsanlega skaðabótaábyrgð endurskoðenda og er það meginviðfangsefni hennar. Viðfangsefnið skaðabótaábyrgð endurskoðenda býður upp á víðtæka og langa umfjöllun og því takmarkast efni þessarar ritgerðar við umfjöllun um saknæmi, þ.e. hvort endurskoðendur hafi sýnt af sér ásetning eða gáleysi við störf sín. Ætlunin er að gera tilraun til þess að svara því annars vegar hver eru huglæg skilyrði skaðabótaábyrgðar endurskoðenda og hins vegar fjalla um það með hvaða hætti saknæmi þeirra er metið. Þó svo að umfjöllunin sé takmörkuð við þessi álitaefni er nauðsynlegt, samhengisins vegna, að glöggva sig á fleiri þáttum varðandi skaðabótaábyrgð endurskoðenda. Einnig verður fjallað stuttlega um hugtakið endurskoðandi og almennt um bótaskyldu þeirra. Í lok ritgerðarinnar verður reifað sérstakt álitaefni sem varð höfundi hugleikið við gerð ritgerðarinnar.

Accepted: 
  • Aug 13, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12724


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Unnur Ásta Bergsteinsdóttir.pdf394.32 kBOpenHeildartextiPDFView/Open