is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12728

Titill: 
  • Launasetning hjá hinu opinbera. Beint bak
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi rannsókn lýsir viðhorfum stjórnenda hjá hinu opinbera til kjarasamninga sem þeir starfa eftir. Markmiðið með rannsókninni var að skoða hvernig stjórnendur upplifðu styrkleika og veikleika þeirra kjarasamninga sem þeir styðjast við út frá ólíkum aðferðum launasetningar með tilliti til hvatningar, sanngirni, jafnréttis og árangurs. Einnig var skoðað hvaða áherslur viðmælendur töldu í ljósi reynslu sinnar að hafa ætti að leiðarljósi við launasetningu.
    Rannsóknin byggir á eigindlegri aðferðafræði, tekin voru viðtöl við sjö stjórnendur, þrjá sem starfa hjá ríki og fjóra sem starfa hjá Reykjavíkurborg.
    Í rannsókninni kom fram að viðmælendur höfðu líkar hugmyndir um hvaða kröfur launakerfi þyrftu að uppfylla til að teljast sanngjörn en ólíkar skoðanir á því hvaða leiðir ætti að fara við stjórnun launasetningar en útfærslur launa voru ólíkar eftir stofnunum bæði hvað varðaði grunnlaun og viðbótarlaun. Þá töldu viðmælendur að í sveigjanleikanum fælist sanngirnin. Hvatning og virkt mat stjórnenda og starfsmanna á frammistöðu væru nauðsynlegir þættir mannauðsstjórnunar í átt til aukins árangurs.

Samþykkt: 
  • 14.8.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12728


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð - MA - 30.06.2012 - lokaeintak læst.pdf683.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna