is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1273

Titill: 
  • Útrás íslenskra þjónustufyrirtækja : inngönguleiðir og lykilþættir árangurs
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Útrás íslenskra fyrirtækja hefur vaxið hröðum skrefum undanfarin ár og ekkert lát virðist vera á því í nánustu framtíð. Hlutur þjónustu í þessari þróun hefur verið minni en hlutur framleiðslu en vöxtur í útflutningi á þjónustu hefur aftur á móti verið umfram vöxt í útflutningi á framleiðslu. Útrás íslenskra þjónustufyrirtækja var því viðfangsefni þessarar skýrslu og var í upphafi sett fram rannsóknarspurningin: Hverjir eru helstu lykilþættir árangurs í inngöngu íslenskra þjónustufyrirtækja á erlenda markaði og eru þeir misjafnir eftir þjónustugreinum? Í framhaldi af þessari spurningu setti skýrsluhöfundur upp líkan sem miðaðist við það að tengja þjónustugreinar, inngönguleiðir og mögulega lykilþætti árangurs. Líkanið var síðan leitt út í lok skýrslunnar með tilliti til þriggja þjónustufyrirtækja, sem öll eru í mismunandi þjónustugreinum og eiga ýmist langa eða stutta sögu í útrás, en þau eru Eimskip, Flugleiðir og Landsbanki Íslands.
    Fram kom í rannsókninni að ekkert þessara þjónustufyrirtækja hafði notast við óbeinan útflutning en öll höfðu þau notast við beinan útflutning og voru lykilþættir árangurs misjafnir milli þjónustufyrirtækjanna. Ekkert af fyrirtækjunum hafði farið inn á markað með leyfisveitingu en tvö þeirra höfðu tekið þátt í rekstri samáhættufyrirtækis og voru lykilþættir árangurs svo almenns eðlis að þeir gátu átt við bæði fyrirtækin og var því ekki teljandi munur þar á milli. Sama kom í ljós varðandi uppbyggingu eða samruna og yfirtöku á skrifstofum eða dótturfyrirtækjum en þar var heldur ekki teljandi munur á milli þjónustufyrirtækjanna.
    Lykilorð:
    Alþjóðleg viðskipti
    Íslensk þjónustufyrirtæki
    Inngönguleiðir
    Lykilþættir árangurs
    þjónustugreinar

Samþykkt: 
  • 1.1.2004
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1273


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
utras.pdf1.77 MBOpinnÚtrás íslenskra þjónustufyrirtækja - heildPDFSkoða/Opna
utras-e.pdf168.46 kBOpinnÚtrás íslenskra þjónustufyrirtækja - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
utras-h.pdf184.54 kBOpinnÚtrás íslenskra þjónustufyrirtækja - heimildaskráPDFSkoða/Opna
utras-u.pdf135.89 kBOpinnÚtrás íslenskra þjónustufyrirtækja - útdrátturPDFSkoða/Opna