en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12740

Title: 
  • Title is in Icelandic Um rétt til afsláttar samkvæmt 11. gr. laga um alferðir
Submitted: 
  • October 2012
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Alferðir, eða pakkaferðir eins og þær eru almennt kallaðar, gegna lykilhlutverki í ferðaþjónustu. Venjulega er þeim þannig háttað að nokkur atriði hafa fyrir fram verið sett saman í einn „pakka“ sem auglýstur er á heildarverði og þessi atriði eru venjulega einhvers konar þjónusta sem á að koma til framkvæmda að nokkrum tíma liðnum frá sjálfri samningsgerðinni. Um er að ræða pöntun sérhæfðrar þjónustu sem venjulega fer fram utan heimalands kaupandans sem fyrir fram hefur greitt fyrir nokkra upphæð. Aðilar alferðarsamnings eru almennt tveir, þ.e. ferðasali og farkaupi, en alla jafna framkvæma samningsskyldurnar mun fleiri aðilar en sá sem ferð selur. Mælt er fyrir um það í 12. gr. laga nr. 80/1994 um alferðir að ábyrgð á samningsskyldum sé í höndum ferðasala. Þýðing þess er meðal annars sú að telji farkaupi til að mynda annmarka á framkvæmd samnings, þótt sú framkvæmd sé í höndum þjónustuaðila sem hann á ekki í beinu samningssambandi við, ber ferðasali ábyrgð á þann hátt að farkaupi getur öðlast gagnvart honum rétt til beitingar vanefndaúrræða.
    Í ritgerð þessari verður sjónum beint að þeim tilvikum þar sem farkaupi telur, eftir að ferð hefst, samninginn ekki réttilega efndan og hvernig rétti hans til afsláttar er háttað í slíkum tilvikum. Er markmiðið að gera grein fyrir þeim rétti og áhersla lögð á að gera grein fyrir skilyrðum afsláttar samkvæmt 1. mgr. 11. gr. alfl. Í kafla tvö verða alfl. kynnt stuttlega; ástæður lagasetningarinnar, markmið laganna, lagaumhverfið fyrir gildistökuna ásamt kynningu á gildissviði og hugtakaskýringum. Næst á eftir er fjallað stuttlega um úrskurðarnefnd Neytendasamtakanna og Samtaka ferðaþjónustunnar sem ákveðnu hlutverki gegnir hvað við kemur réttarframkvæmd á sviðinu. Í kafla þrjú er síðan drepið á nokkrum atriðum um alferðarsamninga til að draga upp mynd af samningsgerðinni og venjum við túlkun. Kafli fjögur hefst á því að stuttlega er gerð skil mögulegum úrræðum farkaupa þegar hann telur hnökra á alferð eftir að hún er hafin. Er því næst vikið að skilyrðum afsláttar sem leidd verða af 1. mgr. 11. gr. alfl. Rædd eru atriði og sjónarmið sem áhrif hafa á ákvörðun um afslátt, bæði hvað varðar álitaefni um hvort sá réttur er fyrir hendi og einnig ákvörðun um fjárhæð afsláttar. Er tekið til skoðunar hvernig úrbótaskylda og tilkynningarskylda horfa við og því næst vikið að skilyrðinu um vanefnd sem leiðir til verðrýrnunar. Þar á eftir er aðferðum við útreikning afsláttar lýst. Í lok fjórða kafla er afsláttarúrræðið síðan borið saman við riftun. Í fimmta kafla verða að lokum í stuttu máli raktar helstu niðurstöður ritgerðarinnar.

Accepted: 
  • Aug 15, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12740


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ragna Kristjóns_ritgerd.pdf322.3 kBLocked Until...2133/01/01HeildartextiPDF