Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/12743
Í BA-ritgerðinni sem hér birtist er fjallað um læknisfræði og vísindi í arabískri menningu á hinum kristna Spáni á miðöldum. Ritgerðinni er skipt í tvo hluta: í fyrri hlutanum er fjallað á almennan hátt um þann grunn sem arabísk vísindi og læknavísindi byggja á, frá upphafi til miðalda í Andalúsíu. Í seinni hlutanum fjöllum við nánar um nokkra þeirra manna sem sköruðu fram úr í arabískum lækningum og vísindum í hinum spænsk-kristna menningarheimi miðalda um leið og við skoðum helstu afrek þeirra.
Í fyrsta hlutanum, sem nær yfir árin 431-711, er farið yfir helstu þætti sem höfðu áhrif á útbreiðslu þekkingar á verkum hinna fornklassísku Grikkja: Hippókratesar, Galeno, Aristótelesar, Díoskóridesar og fleiri. Einnig er fjallað um menntasetur sem voru miðstöðvar þýðingavinnu og fræða: skólana í Jundi Shapur, Edesa og Alexandríu. Við skoðum einnig áhrif Múhameðs á læknisfræði og vísindi samtímans, með tilmælum um hreinlæti og mataræði, sem sjá má í ritunum Lækningar spámannsins og Kóraninum. Við skoðum áhrif þau sem útbreiðsla íslams hafði, og tímabil Omeya og Abassía og hinn mismunandi stjórnunarstíl þeirra. Við fjöllum um þá lækna sem sköruðu fram úr á þeim tíma, en allir aðhylltust hippokratísk – galenísk læknisfræði, fræði sem byggja á hugmyndum um jafnvægi hinna fjögurra líkamsvessa: blóðs, slíms, guls galls og svartagalls.
Í seinni hlutanum fjöllum við um árin 711-1492. Á þeim tíma reis veldi hinnar arabísk-spænsku Andalúsíu –al-Ándalus sem hæst og undir lok tímabilsins leið það undir lok.Við höfum fjallað um einkenni læknisfræði Andalúsíu og einnig kynnt til sögunnar helstu lækna þessa tíma: (nöfn í lækningum): Albulcasis, Avenzoar, Averroes og Ibn al-Jatib. Í seinni hluta ritgerðarinnar skoðum við hvernig þekking á læknisfræði dreifðist frá Andalúsíu út um Evrópu. Þar gegndi þýðingasmiðstöðin í Toledo stóru hlutverki og breiddist þekkingin þaðan til mikilvægra menntasetra eins og skólans í Salerno og síðan vítt og breitt um alla Evrópu.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Lourdes_final.pdf | 457.91 kB | Open | Heildartexti | View/Open |