is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12744

Titill: 
  • Titill er á spænsku Disponibilidad léxica en alumnos de español como lengua extranjera: Estudio sobre el léxico disponible en alumnos de ELE en la secundaria en Islandia
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Undanfarna áratugi hefur spænskan verið í mikilli sókn víða um heim og áhugi á tungumálinu og menningu þeirra sem málið tala hefur aukist jafnt og þétt. Fjöldi nemenda sem stundar nám í spænsku sem öðru máli eða erlendu máli hefur margfaldast og er óhætt að fullyrða að Ísland sé engin undantekning hvað það snertir. Nemendafjöldinn á Íslandi sem og fjöldi þeirra menntastofnana sem bjóða upp á kennslu í tungumálinu hefur farið stigvaxandi undanfarna áratugi.
    Í ritgerðinni Dispnobilidad léxica en alumnos de ELE: Estudio sobre la disponibilidad léxica en alumnos de ELE en la secundaria en Islandia, er fjallað um orðaforða nemenda sem stunda nám í spænsku sem erlendu máli á framhaldsskólastigi á Íslandi. Kynntar eru niðurstöður könnunar sem var lögð fyrir nemendur við lok skyldunáms í spænsku sem þriðja máli í framhaldsskóla með það fyrir augum að skoða tiltækan orðaforða þeirra (sp. léxico disponible). Könnunin var unnin í samræmi við aðferðafræði rannsóknarverkefnisins Proyecto Panhispánico en markmið verkefnisins er að kortleggja tiltækan orðaforða þeirra sem hafa spænsku að móðurmáli.
    Í upphafi ritgerðarinnar er gerð grein fyrir spænskukennslu á Íslandi á ýmsum skólastigum auk þess sem farið er yfir skipulag spænskukennslu í Aðalnámskrá framhaldsskóla: Erlend tungumál en sjónum er einkum beint að áherslum námskrárinnar er lúta að orðaforða. Því næst er fjallað um helstu kenningar um tileinkun seinni og erlendra mála með áherslu á tileinkun orðaforða, ásamt því að kynna ýmsar kennsluaðferðir sem í boði eru við kennslu orðaforðans. Farið er yfir rannsóknir sem gerðar hafa verið er varða tiltækan orðaforða (sp. léxico disponible) ásamt umfjöllun um hagnýti þeirra við kennslu erlendra tungumála. Því næst er gerð grein fyrir framkvæmd og aðferðarfræði rannsóknarinnar og að lokum er umfjöllun um helstu niðurstöður hennar bæði með tilliti til megindlegra sem og eigindlegra þátta. Samanborið við aðrar sambærilegar rannsóknir á nemendum er leggja stund á spænsku sem erlent mál, benda niðurstöður rannsóknarinnar til þess að orðaforði íslenskra spænskunema sé ívíð minni. Aftur á móti ef sjónum er beint að tiltækum orðaforða má greina þó nokkurt samræmi milli íslensku nemendanna og innfæddra málhafa í Valencia á Spáni.

Samþykkt: 
  • 22.8.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12744


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigrún Magnúsdóttir.pdf2.93 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna