is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12748

Titill: 
  • Starfsánægja skólastjóra : það sem hvetur og letur
Leiðbeinandi: 
Skilað: 
  • Júní 2012
Útdráttur: 
  • Ritgerðin greinir frá niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar. Meginmarkmið hennar var að kanna hvaða þættir það eru sem hafa áhrif á starfsánægju skólastjóra í grunnskólum á Íslandi. Tekin voru viðtöl við sjö skólastjóra í skólum á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjavík og á Vesturlandi. Helstu niðurstöður eru þær að jákvæð samskipti skólastjóra við samstarfsfólk, foreldra og nemendur er sá þáttur sem hefur mest áhrif til aukinnar starfsánægju þeirra. Aðrir mikilvægir þættir sem auka starfsánægju skólastjóra eru afrakstur vinnunnar, sjálfstæði, ábyrgð, völd og tækifæri til að nýta fagmennsku sína og sérfræðikunnáttu í starfinu. Þeim var umhugað um nemandann og vildu hag hans sem bestan. Skólastjórar voru sáttir í sínu starfi en bentu jafnframt á að ýmislegt mætti færa til betri vegar. Togstreita virðist ríkja á milli skólastjóra og yfirvalda og tengist það fyrst og fremst björgum sem viðmælendum þykir skorta í erfiðum málum, ásamt ólíkum hugmyndum starfsmanna skólans og yfirmanna á hvert hlutverk skólastjórans sé. Það eru fyrst og fremst togstreita og álag sem leiða til starfsóánægju sem stafar ekki síst af ofgnótt verkefna, erfiðum samskiptum, of löngum vinnutíma og ónógum björgum. Stuðst var við tveggja þátta kenningu Herzberg, Mausner og Snyderman í rannsókninni sem gengur út á að áhrifaþættir starfsánægju séu ýmist innri hvatar sem stuðla að starfsánægju eða ytri þættir sem orsaka óánægju. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að skólastjórar upplifa að innri þættir eins og afrakstur og sjálfstæði í starfi leiði frekar til starfsánægju þeirra en ytri þættir, eins og laun og starfsaðstæður. Ytri þættir í skólastjórastarfinu leiddu frekar til óánægju skólastjóra en ánægju. Undantekning frá þessu eru samskipti, sem samkvæmt tveggja þátta kenningunni er ytri þáttur. Annars eru niðurstöður rannsóknarinnar samsvarandi niðurstöðum annarra rannsókna sem gerðar hafa verið á starfsánægju með kenningu Herzberg, Mausner og Snyderman til stuðnings. Ekki er hægt að alhæfa út frá niðurstöðum rannsóknarinnar. Eigi að síður vonast höfundur til að niðurstöður hennar verði til að bæta starfsumhverfi og auka starfsánægju meðal skólastjóra í Íslenskum grunnskólum.

  • Útdráttur er á ensku

    Job satisfaction among compulsory school head teachers in Iceland
    This thesis presents the outcome of a qualitative study on job satisfaction. The purpose of the study was to examine which factors influence job satisfaction of head teachers in Icelandic compulsory schools (age 6-16). Head teachers in seven compulsory schools were interviewed, some from the Reykjavik area and others from the western part of Iceland. The major findings indicate that communications between head teachers, co-workers, and parents have positive effects on job satisfaction. Also, important factors that influence their job satisfaction are independence, successful outcomes, responsibility, and the opportunity to participate in professional activities. Head teachers express concern and care when dealing with their students, and their aim is to help them to both flourish and succeed. All the the head teachers were satisfied with their jobs, even though they pointed out a few matters they wanted to improve. A certain tension seems to be evident between school authorities and head teachers, mainly connected with lack of resources and relevant support regarding difficult matters. Also, some tensions surfaced regarding ideas between staff and heads concerning their managerial role, but tension and stress are considered the main source for dissatisfaction. The tensions and stress seem to stem primarily from work overload, difficult communications, long working hours, and a lack of professional assistance to the head teachers. The study was conceptualized and situated in the Dual-Factor Theory of Herzberg, Mausner and Snyderman, which is based on the assumption that certain factors influence job satisfaction while others create dissatisfaction. The findings show that head teachers experience inner factors, like outcomes and independence, to increase their job satisfaction more than external factors as salaries and working conditions. External factors are on the other hand more likely to have negative influence, i.e. to lead to job dissatisfaction. The exception is communication which according to the Dual-Factor Theory is considered an external factor. The findings of this research project are otherwise coherent with other similar studies where job satisfaction has been examined, based on the Herzberg, Mausner and Snyderman model. It is not possible to generalize based on the findings of this study. Nevertheless the author hopes that the findings of this study of Icelandic head teachers may lead to the enhancement of the working environment in Icelandic compulsory schools and increase job satisfaction amongst head teachers.

Samþykkt: 
  • 24.8.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12748


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hólmfríður Sigrún Gylfadóttir.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna