is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12755

Titill: 
 • "Skólastjóri stuðlar að samstarfi allra aðila skólasamfélagsins"
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Rannsóknin lýsir með hvaða hætti auka megi samhent vinnubrögð innan efra Breiðholts og hvernig unnt er með auknu samstarfi að efla félagslegan jöfnuð barna sem búsett eru í hverfinu. Rannsóknin, sem er matsrannsókn, er unnin í kjölfar samþykktar borgarráðs frá 18. apríl 2011 þar sem hagsmunaaðilum skóla- og frístundamála í efra Breiðholti var falið að gera tillögur að því hvernig auka mætti samstarf innan grenndarsamfélagsins með það að markmiði að „efla félagslegan jöfnuð, árangur, vellíðan og þátttöku barna í frístunda- og menningarstarfi“ (Borgarráð, 2011 a). Viðfangsefnið er valið í ljósi þess að hér er í senn um einstaka og raunverulega áskorun að ræða sem hagsmunaaðilar skóla- og frístundamála í efra Breiðholti standa frammi fyrir. Er rannsókninni ætlað að vera innlegg í það starf sem framundan er, veita fræðilegan grunn hvað varðar viðfangsefnið og lýsa hugmyndum og skoðunum fræðimanna og hagsmunaaðila grenndarsamfélagsins.
  Matsrannsóknin er tvíþætt, annars vegar er um að ræða viðeigandi fræði og greiningu, hins vegar er hlustað eftir röddum hverfisins. Fyrst er dregin upp mynd af vettvangi en síðan fjallað um aðferðir sem reynst hafa farsælar á sviði forystu og breytingastjórnunar. Þá verður sjónum beint að helstu áhersluþáttum þeirra breytinga sem í vændum eru, samstarfi og samhentum vinnubrögðum annars vegar og félagslegum jöfnuði hins vegar.
  Notaðar voru eigindlegar rannsóknaraðferðir með hálfopnum viðtölum við rýnihópa til að kalla fram skoðanir mismunandi eininga í starfsumhverfi skólanna. Meginniðurstöður matsrannsóknarinnar eru þær að verkefnið er langtímaverkefni og tekur til margra þátta, vegur þar skólastarf, mál og læsi hvað þyngst. Þjónusta í hverfinu þarf að einkennast af heildstæðum og samhentum vinnubrögðum bæði milli stofnana og innan hverrar stofnunar fyrir sig. Samstarfsverkefni eru stór og smá, verklag byggist á greiningu aðstæðna og er sífellt endurskoðað og lagað að þörfum einstaklinganna. Brýnt er að huga sérstaklega að skólamálum hverfisins. Í grunnskólanum hefur skólastjóri það lögbundna hlutverk að stuðla að samstarfi og þarf að vinna að því að allir aðilar í skólasamfélagi barnsins starfi saman sem ein heild. Hann beitir sér fyrir auknu samstarfi og samhentum vinnubrögðum bæði meðal starfsfólks, nemenda, fjölskyldna og annarra aðila grenndarsamfélagsins. Samstarfi sem styður við nám og þroska nemenda og stuðlar þar með að auknum félagslegum jöfnuði.

 • Útdráttur er á ensku

  “A principal should encourage cooperation among all participants in the school community”
  This research describes in what way joined-up working methods can be increased in upper Breiðholt and how with increased cooperation it is possible to strengthen the social equality of children who live in the neighborhood. The research is made after an endorsement of the civic council from April 18th 2011 where stakeholders from schools and leisure activities in upper Breiðholt were assigned to make propositions of how to increase cooperation within the community to “increase social equality, performance, well-being and participation of children in leisure and cultural activities” (Borgarráð, 2011 a). The topic is chosen because this is both a unique and a real challenge that confronts parties of school and leisure in upper Breiðholt. The research is supposed to be a contribution to the work in hand, provide a theoretical basis for the topic and report the ideas and opinions of researchers and stakeholders in the community.
  This evaluation case study consists both of theory and analysis and the opinions of stakeholders in community. First the researcher draws up the scene, then discusses methods that have proved successful in leadership and change management. The main focus is on the changes to come, cooperation, joined-up working practices and social equality. Qualitative research methods with semi-open interviews with focus groups were used to collect and analyse the views of different units in the school environment. The main findings of this evaluation case study are that developments in upper Breiðholt should be considered a long-term project that covers many aspects, where school language and literacy are the most important ones. Services in the community must be characterized by unity and collective practices both between agencies and within each institution. Cooperative projects are both large and small, procedures are based upon an analysis of the situation which is continually reviewed and adapted to individual needs. Special attention should be paid to the schools in the community. By law the principal should encourage cooperation and has to make an effort to make everyone in the school community work together as one. The principal encourages cooperation and joined-up working practices among staff, students, families and other stakeholders in the community – cooperation that supports learning and development and contributes to greater social cohesion.

Samþykkt: 
 • 28.8.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12755


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristín Jóhannesdóttir.pdf1.03 MBLokaður til...01.05.2132HeildartextiPDF