is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12757

Titill: 
 • Samstarf foreldra og skóla : faglegt hlutverk skólastjórnenda í foreldrasamstarfi
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Tilgangurinn með þessari rannsókn er að varpa ljósi á viðhorf skólastjórnenda til foreldrasamstarfs með það að markmiði að þær vísbendingar sem hér fást sýni hvort hlutverk skólastjórnenda gagnvart samstarfi foreldra og skóla sé á reiki á sama hátt og rannsóknir um viðhorf kennara til foreldrasamstarfs hér á landi hafa gefið vísbendingar um.
  Í þessari rannsókn skoða ég viðhorf sex skólastjóra til foreldrasamstarfs og leitast við að greina hvað þeir telja að sé þeirra hlutverk í að koma á og viðhalda samstarfi við foreldra nemenda sinna skóla. Rannsóknarspurningin er: „Hvernig líta skólastjórar grunnskóla á hlutverk sitt við að koma á og viðhalda því samstarfi sem þeir telja að sé ákjósanlegt að ríki á milli skóla og foreldra á tímum síðnútíma?“
  Við rannsóknina var beitt eigindlegri aðferðafræði þar sem viðfangsefnið var skoðað undir formerkjum tilviksathugunar til að leita svara við rannsóknarspurningunni. Rannsóknin er sérstaklega afmörkuð því málefni sem tengist samstarfi heimila og skóla.
  Helstu niðurstöður benda til þess að viðhorf skólastjóra til hlutverk síns gagnvart samstarfi við foreldra eru talsvert ólík og þá sérstaklega hvað varðar viðhorf til mikilvægis samstarfsins. Skólastjórar sem eingöngu eru með nemendur á yngsta og miðstigi virðast leggja meiri áherslu á að skólinn eigi í góðu samstarfi við foreldra frekar en skólastjórar unglingaskóla. Þrátt fyrir mismunandi viðhorf var ekki hægt að greina að foreldrar og skóli ættu í samstarfi við að bera sameiginlega ábyrgð á námi nemenda í skóla. Hægt var að merkja áhrif samtímans á viðhorf skólastjóra eins og hvernig þeir leggja áherslu á þjónustuhlutverk sitt til að foreldrar séu ánægðir með starfsemi skólans. Einnig hversu ríka áherslu þeir leggja á gott upplýsingaflæði frá skóla til foreldra. Hvort hægt sé að staðhæfa að skólastjórar séu ekki með hlutverk sitt á hreinu gagnvart samstarfi foreldra er erfitt að segja til um út frá svo lítilli rannsókn. Hins vegar eru vísbendingar um að með breyttum viðhorfum skólastjórnenda til aukins árangurs með samvirkara samstarfi er möguleiki á að nýta samstarfið við foreldra mun betur til að efla árangur nemenda og þá um leið skólastofnunarinnar í heild sinni.

 • Útdráttur er á ensku

  Collaboration between school and parents
  The professional role of principals in schools relationship with parents
  The purpose of this study was to shed light on the perspectives of school principals regarding their relationship with parents. This study compared previous studies, where the perspectives of teachers on their relationship with parents was examined, and explores potential differences between the two.
  This study examined perspectives of six principals on what they perceived as their role in the relationship between their school and the parents. The hypothesis stated in this study was:
  “How do principals in high schools,middle schools and elementary schools perceive their role in establishing and maintaining an ideal collaboration with parents as is expected in the current postmodern atmosphere?”
  A qualitative approach was taken within the case study method design. The research was limited to the study of the relationship between schools and households of students.
  The results show a clear difference in the perspectives of principals depending on the grade. This is especially true for collaboration with parents and the importance of that relationship. Principals who only have elementary and middle grade place considerably more emphasis on the relationship with parents than do those who are principals of high schools.
  Despite different perspectives revealed in the study it seems there is no collaboration on shared responsibility for student learning and performance. The effects of current societal perspectives were noticeable in this study. This was also true for the perspective of the importance of satisfying the parents by servicing them effectively. The principals also emphasize good information flow to the parents.
  The small sample size does not allow this study to make any conclusions on whether principals understand their role in collaboration with parents. There are, however, indications that a better attitude toward more collaboration with parents will improve the relationship. This in turn will allow the principals to use the collaboration between schools and parents, yielding better results for students and indeed the institution as a whole.

Samþykkt: 
 • 29.8.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12757


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed. prentad eintak.pdf982 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Ritgerðina má ekki afrita nema með leyfi höfundar