is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > Med/MPM/MSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12758

Titill: 
 • Vistvænar áherslur í rekstri bygginga: áhrif á orkunotkun og líftímakostnað
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Skoðuð er aðferðafræði sjálfbærrar þróunar og vistvænar áherslur í rekstri bygginga á Íslandi og hagkvæmisáhrif þeirra á orkunotkun og líftímakostnað. Kynnt eru umhverfisvottunarkerfi, en markmið þeirra er að hvetja til sem vistvænstrar hönnunar bygginga en líka að hvetja til betri umhverfisstjórnunar á verktíma og rekstur bygginga allan líftímann. Umhverfisvottunarkerfi setja viðmið sem miða að bættri orkunýtingu bygginga, auka einangrun og loftþéttleika, lágmarka þörf á kælingu og velja lausnir sem krefjast minni orku á rekstrartíma. Umhverfisvottunarkerfi leggja einnig áherslu á notendastýringu og gera ráð fyrir mælum og/eða hússtjórnarkerfum til að fylgjast með orkunotkun bygginga.
  Unnin var greining á skrifstofu- og atvinnuhúsi höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1, Reykjavík og skoðuð hagkvæmni þess að fara í vistvænar orkusparnaðaraðgerðir. Sóknarfæri í orkusparnaði eru m.a. stillingar á húskerfum, meira eftirlit með loftræsi- og hitakerfum og lágmörkun umframnotkunar í raforku og heitu vatni. Teknar eru rauntölur rekstraráranna 2008 - 2011 og þær bornar saman. Líftímakostnaður bygginganna er svo reiknaður með aðferðafræði skv. norskum staðli NS 3454 auk þess sem stuðst er við vefútgáfu, LCCWeb.no og kostnaðarlíkan LCprofit. Fundinn er líftímakostnaður bygginganna miðað við þær vistvænu sparnaðaraðgerðir sem framkvæmdar voru árið 2009 í heitavatnsnotkun og einnig tillögur sem gerðar eru í raforkusparnaði árið 2012.
  Niðurstaðan er að vistvænar aðgerðir og áherslur í rekstri höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, skila góðum árangri í minni orkunotkun og kostnaði; u.þ.b. 40% sparnaði á heitu vatni og 27% sparnaði í rafmagni. Niðurstaða líftímakostnaðargreiningar m.v. 8% ávöxtunarkröfu er að orkunotkun er u.þ.b. 9% af líftímakostnaði bygginganna, en lækkar í 6,6% við fyrrnefndar vistvænar orkuorkusparnaðartillögur- og aðgerðir árið 2012. Það samsvarar 11 m.kr. sparnaði á ári, eða 135 m.kr. að núvirði m.v. 8% ávöxtunarkröfu og 60 ára líftíma. Niðurstaðan við tvöföldun raforkuverðs til ársins 2020 er að heildarorkunotkun er 15% af líftímakostnaði að núvirði bygginganna, m.v. 8% ávöxtunarkröfu.

 • Útdráttur er á ensku

  The thesis views the methodology of sustainable development and environmental emphasis on operation and maintaining office buildings in Iceland and a feasibility study on its effects on their energy consumption and life cycle costs. Presented is environmental certificate systems, but their goals are to promote an ecological friendly design of buildings and to encourage better environmental management at their construction time and their operation throughout their life cycle. Environmental certificate systems set standards for maximum power consumption of the building, extra insulation and air density, minimizing the need for air conditioning, choosing solutions that require less energy during operation. Environmental certificate systems also focusing on user management and allow for measurements and/or building control system to monitor energy consumption of the building.
  The case study is an analysis of the office and commercial headquarters building of Reykjavik Energy, Bæjarháls 1, Reykjavik and examined the feasibility of establishing environmentally friendly energy saving measures. Opportunities for energy savings are in a building control system settings, more control of ventilation and heating systems and minimizing excessive use of electricity and hot water. Real operational cost for 2008 to 2011 were compared. Life cycle cost of the buildings was then calculated.
  The conclusion was that environmentally friendly actions and emphasis for the office headquarters of Reykjavik Energy, Bæjarháls 1 were performing well with lower power consumption and saving about 27% on electricity and 40% on use of hot water. Life cycle cost with 8% profit made the energy consumption approximately 9% of the life cycle cost of buildings, but is reduced to 6.6% with environmental energy saving measures or a total cost of IKR 11 million per year, calculated to IKR 135 million at present value based on the 60-year life time of the building. By doubling electricity prices until 2020 the total power consumption will be 15% of the present value of the life cycle cost of the building and 8% profit yield.

Samþykkt: 
 • 29.8.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12758


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSc-verkefni Jón Sig. - lokað.pdf2.7 MBLokaðurHeildartextiPDF