Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12772
Aukinn styrkur koldíoxíðs (CO2) í andrúmslofti er talin ein helsta ástæða hækkandi hita andrúmslofts (gróðurhúsa áhrif). Árleg losun á koldíoxíð hefur hækkað um 80% frá 1970-2004. Til eru leiðir og aðferðir til að geyma CO2. Plöntur geta bundið koltvíoxíð í lífmassa og eru þörungar tilvaldar lífverur til að binda CO2 vegna mikils vaxtarhraða. Í þessari tilraun voru þörungar fóðraðir með afgasi (>90% wt. CO2) frá jarðvarmaveri HS Orku. Breytur á borð við pH gildi, hitastig, saltstyrk og loftun voru kannaðar til að auka magn fituefna (lipid) í þörungnum. Einnig er borinn saman mismunur á CO2 gasi, þá afgasi frá HS Orku og aðkeyptu hreinu CO2 gasi. Þessi rannsókn var unnin í samstarfi við HS Orku og Bláa Lónið. Niðurstöður voru að vel gerlegt er að framleiða olíu úr þörungum sem fóðraðir eru með afgasi jarðvarma orkuvera.
The increasing concentration of carbon dioxide (CO2) in the atmosphere is considered to be among the greatest problem in regards to global warming. The annual emission of CO2 has increased by 80% between 1970-2004. CO2 can be captured and stored. One of many ways is to bind it in plants and algae are ideal organisms to sequester CO2 because of their fast growth rate. In this experiment, algae were cultivated and fed with flue gas ( >90% wt. CO2) from geothermal power plant (HS Orka). Parameters that involves changes in pH value, temperature, salt concentration and ventilation were examined to maximize the lipid content in the algae. Two different CO2 sources, pure CO2 and geothermal CO2, were compared. The research was executed at the
Research- and Development centre of the Blue Lagoon Ltd. The main conclusion was that it is feasible to produce oil from algae fed on flue gas.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MSc_algae.pdf | 1.9 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |