is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12774

Titill: 
 • „Maður uppgötvar ekki ný lönd án þess að samþykkja að sleppa sjónum af ströndinni“ : um hlutverk, ábyrgð og fagmennsku markþjálfa í markþjálfunarsamtölum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markþjálfun (e. coaching) hefur verið í örum vexti undanfarin ár og segja má að hún sé enn í mótun sem starfsgrein. Þeim fjölgar ört sem kjósa að nota markþjálfun sem aðferð til að ná enn betri árangri í lífi og starfi. Þá hefur þeim einstaklingum fjölgað sem hafa lært markþjálfun og vinna sem markþjálfar, ýmist sjálfstætt eða innan fyrirtækja.
  Margar skilgreiningar eru til á markþjálfun. Ein þeirra er að hún snúist um vöxt, umbreytingu, lærdóm og að markþjálfar hjálpi viðskiptavinum sínum að ná þeim markmiðum sem þeir setja sér. Ég lærði markþjálfun hjá Coachutbildning Sverige (námið fór fram á Íslandi) árið 2007 og hef starfað við markþjálfun síðan ýmist innan fyrirtækis eða sem sjálfstætt starfandi markþjálfi.
  Titill ritgerðarinnar er fenginn að láni úr bókinni „The Counterfeiters“ eftir André Gide (1927/1973, bls. 353).
  Þessi ritgerð byggir á rannsókn sem var unnin veturinn 2011-2012. Markmiðið með rannsókninni er að skýra sjónarhorn markþjálfans á hvað markþjálfun stendur fyrir. Ástæða þess að ég valdi þetta efni er mín eigin löngun til að öðlast skilning á því hvernig starfandi markþjálfar skilja hlutverk sitt, ábyrgð og fagmennsku í markþjálfunarsamtölum.
  Rannsóknarspurningin fjallar um hvernig markþjálfar (e. coach) upplifa fag sitt, hlutverk, ábyrgð og fagmennsku í markþjálfunarsamtalinu.
  Ég ákvað að beita eigindlegri rannsóknaraðferð. Tekin voru níu viðtöl við tíu markþjálfa, átta konur og tvo karla. Í einu viðtalinu voru tveir viðmælendur og var sú tilhögun að ósk þeirra. Ég miðaði við að ræða við markþjálfa sem hefðu lokið skipulögðu námi í markþjálfun annaðhvort á Íslandi eða erlendis. Ég vil þó slá þann varnagla strax að úrtakið var lítið, aðeins tíu markþjálfar, og því ekki hægt að alhæfa út frá niðurstöðunum.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að þeir sem leggja fyrir sig markþjálfun telji það hlutverk sitt og ábyrgð að hjálpa einstaklingum að komast að því hvað þeir vilja fá út úr lífi eða starfi og yfirstíga hindranir. Jafnframt benda þær til að markþjálfar vilji hjálpa einstaklingum að uppfylla langanir og þrár á heiðarlegan og árangursríkan hátt. Niðurstöður benda einnig til þess að markþjálfar leggi metnað sinn í fagleg vinnubrögð og beri hag viðskiptavina sinna fyrir brjósti.
  Helstu ályktanir sem ég get dregið af rannsókninni eru þær að markþjálfarnir sem ég ræddi við finnst það skipta miklu máli að vera heiðarlegir og faglegir í vinnu sinni og að þeir telji það hlutverk sitt að skapa rúm til vaxtar fyrir þá sem þeir markþjálfa og kalla viðkomandi til ábyrgðar á eigin ákvörðunum. Fagleg vinnubrögð og orðspor markþjálfunar virðast vera þeim afar hugleikin.
  Einnig má draga þá ályktun að viðmælendur mínir telji að mikil gróska sé í markþjálfun og að hún sé fýsilegur vettvangur fyrir þá sem vilja stuðla að árangri og vellíðan annarra. Þessi rannsókn verður vonandi til að auka faglega umræðu meðal markþjálfa á Íslandi.

 • Útdráttur er á ensku

  One doesn‘t discover new lands without consentings
  to lose sight of the shore
  On the role, responsibilites and professionalism in coaching
  Coaching has been emerging as a profession in the last decades and the number of students in coaching has increased considerably. Many are working as coaches in companies or are independent coaches.
  The objective of this research is to understand how coaches experience their work. The reason behind my choice is simple being a coach myself I would like to understand how working coaches define their role, responsibilities and professionalism in coaching conversations. The title of my research is a quote from the novel „The Counterfeiters“ by André Gide (1927/1973, bls. 353).
  There are many different definitions of coaching, one of which is that coaching revolves around growth, change and learning and that coahces help their clients to reach their goals The question that I wanted to answer is how Icelandic coaches experience their profession, role and responsibilities in the coaching conversation.
  The study is qualitative and based on nine interviews with eight women and two men, aged between thirty and sixty - five.
  The results indicate that Icelandic coaches regard their role as helping others discovering their true meaning in life and career and overcome obstacles. They also feel it is their responsibility to create an environment that is safe and encourages coachees to make necessary and longed for changes in their lives and work to become more successful. The results also indicate that coaches are professional and ambitious individuals that care about their coachees and their wellbeing.
  The conclusion is that the Icelandic coaches I interviewed are honest and professional in their coaching. They seem to regard it as their role and responsibility to create an environment in which others can grow and develop.
  Hopefully this research will inspire some of my collegues to explore futher avenues in coaching that have not been explored in Iceland yet,such as what the future of coaching as a profession will be in Iceland, coaching from a cultural perspective and how coaching can contribute to adult education in Iceland. I also hope that my research will add to the discourse on coaching amongst Icelandic coaches.

Samþykkt: 
 • 30.8.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12774


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
GOO_meistararitgerð2012.pdf820.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna