is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12803

Titill: 
 • Föðurland vort hálft er hafið
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Á undanförnum áratugum hefur komið í ljós að stjórnlítið álag á strandsvæði heimsins hefur leitt af sér vistfræðilega hnignun þeirra. Þessi þróun á sér stað um allan heim og eru svæði á Íslandi ekki undanskilin. Sigríður Ólafsdóttir (2008) lýsir þessu vandamáli í meistararitgerð sinni, Skerjafjörður, ástand, stjórnun og sjálfbær nýting. Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) hafa haft forgöngu um hvernig snúa megi þróuninni við með gerð samþættra stjórnunaraðferða fyrir strandsvæði, Integrated Coastal Zone Management (ICZM), skammstafað SSS hér í ritgerðinni. SSS er oft útfærð með sérstöku skipulagi, Marine Spatial Planning (MSP) eða strandsvæðaskipulagi. Mörg lönd hafa innleitt hjá sér strandsvæðaskipulag og eru Noregur og Hjaltlandseyjar góð dæmi þar um.
  Vestfirskir sveitarstjórnarmenn hafa ályktað um að skipulagsforræði strandsvæða Vestfjarða færist frá ríki til sveitarfélaga svæðisins. Hagsmunaaðilar kalla eftir samræmdri stjórnun og gagnsæju regluverki svo að koma megi í veg fyrir árekstra þeirra á milli. Íslensk lög og reglugerðir sem taka til málefna hafs og stranda eru mörg og ekki til neinn sameiginlegur vettvangur fyrir málaflokkinn. Evrópusambandið (ESB) setti árið 2000 vatnatilskipun (Water Frame Directive) fyrir aðildarríki sín. Þau Evrópulönd, þar með talið Ísland sem hafa gert tvíhliða samninga við ESB, þurfa að samræma lög sín tilskipunum ESB.
  Miðað við það sem fram kemur í ritgerðinni er það skoðun höfundur að nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Vestfjarða með samþættri stjórnun sé nauðsynleg til þess að tryggja sjálfbæra nýtingu, framþróun, atvinnuöryggi og búsetu svæðisins.

 • Útdráttur er á ensku

  In recent decades, it has become clear that stress on the world’s coastal areas has been poorly regulated and has led to their ecological decline. This development has taken place all over the world, and Iceland is no exeption (see Ólafsdóttir, 2008). The United Nations (UN) has taken the initiative in reversing the decline through integrated coastal zone management (ICZM). ICZM is often implemented, in part, through Marine Spatial Plans (MSP). Many countries and regions have formally introduced MSP, including Norway and the Shetland Islands.
  In their resolutions, municipal councillors in the Westfjords region of Iceland have called for a transfer of coastal planning responsibilities in the region from the state to the municipalities. Stakeholders have called for integrated management and transparent regulation in order to avoid conflict between parties. There are many different Icelandic laws and regulations in force on coastal and marine issues, yet there is no an integrated regulatory platform. The European Union (EU) ratified the Water Framework Directive for member states in 2000. EU member states; including Iceland, which has a bilateral agreement with the EU; are required to harmonise their laws with European regulation.
  As a result of the findings in this thesis, it is the author’s opinion that a coastal utilisation plan for the Westfjords, with integrated management and regulation at its core, is essential to ensuring sustainable utilisation, growth and economic security.

Samþykkt: 
 • 4.9.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12803


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Föðurland vort hálft er hafið.pdf1.62 MBOpinnPDFSkoða/Opna