is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12813

Titill: 
  • Listin að kenna ritun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritun er ekki aðeins mikilvæg til að geta komið einhverju vel niður á blað heldur er hún einnig mikilvæg fyrir þróun læsis og getur bætt námsgetu í öðrum bóklegum fögum. Gagnvirk ritun felst í því að kennari og nemendur sameinist um texta til að skrifa. Börn hagnast á margan hátt á því að fást við góðar barnabókmenntir frá upphafi og myndabækur bjóða upp á vettvang sem hvetur og örvar börn til að skrifa. Sameiginleg upplifun barna á bókum hvort sem er í stórum eða litlum hópum getur leitt til þýðingarmikilla umræðna um ritun. Myndabækur eru fyrirmyndir þess hvernig hægt er að nýta 6+1 Trait líkanið sem segir til um hina sex eiginleika góðrar ritunar (hugmyndir, skipulag, rödd, orðaval, setningaflæði og reglur) og geta einnig verið stoð fyrir nemendur til þess að tileinka sér eiginleikana í sínum ritverkum. Þegar kemur að fyrstu upplifun barna á því að vera sjálf höfundar skapandi skrifa, skiptir miklu máli að kennari hafi góða kveikju sem vekur áhuga og spennu nemenda fyrir hinum nýja heimi sem ritun býður upp á.
    Lykilorð: 6+1 Trait, barnabókmenntir, myndabækur, gagnvirk ritun, kveikja.

Athugasemdir: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um það hvernig er hægt að efla ritun ungra barna og kenna þeim hvað einkennir góð skrif. Nokkrar leiðir hafa verið reyndar til þess og um þær verður fjallað með sérstakri áherslu á 6+1 Trait líkanið sem hefur verið að ryðja sér til rúms á heimsvísu og hefur reynst vel þegar unnið er með ritun ungra barna með aðstoð sögu- og myndabóka sem er einmitt sérstakt áhugamál mitt.
    Auk þess mun ég lýsa minni eigin tilraun til að nota sögu sem kveikju að skapandi skrifum ungra nemenda.
Samþykkt: 
  • 4.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12813


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tilbúið lokaverkefni.pdf11.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna