is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12816

Titill: 
 • EES-samningurinn og íslensk dómaframkvæmd. Markmið EES-samningsins um einsleitni og viðhorf íslenskra dómstóla til meginreglna EES- og ESB-réttar í tengslum við ákvarðanir um að leita ráðgefandi álits eða forúrskurðar
 • Titill er á ensku The EEA Agreement and Application of the Agreement in Icelandic Courts. Homogeneity and view of Icelandic Courts to Principles of EEA and EU Law Regarding Decisions to Request Advisory Opinion or Preliminary Ruling
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Evrópudómstóllinn hefur haft stefnumarkandi og djúpstæð áhrif á þróun ESB á grundvelli lögsögu sinnar og með dómafordæmum, sem rekja má til beinna málaferla fyrir honum og með því að kveða upp forúrskurði við lögspurningum sem dómstólar aðildarríkja beina til hans. Hefur það úrræði í skapað mjög náið og beint samband milli dómstóla í landsrétti, sem í raun bera tvær kápur, sem dómstólar aðildarríkja annars vegar, og hluti af dómstólum ESB hins vegar.
  Ísland hefur á grundvelli EES-samningsins innleitt og beitt stórum hluta af regluverki sambandsins frá árinu 1994. Samningurinn leggur ríkar skyldur á alla handhafa ríkisvalds, löggjafar, framkvæmdar og dómsvald og hefur að mati sumra fræðimanna náð út fyrir þær takmörkuðu stjórnskipulegu heimildir sem núgildandi stjórnarskrá veitir.
  Eitt af mikilvægustu sérkennum og markmiðum samningsins er markmiðið um einsleitni. Felur það í sér einsleitni í þeim reglum sem eiga að gilda á hinu Evrópska Efnahagssvæði og einnig í þeim réttarreglum sem gilda, svo sem samræmdri túlkun dómstóla.
  Skv. 34. gr. ESE-samningsins og bókun 35 við EES-samninginn hafa íslensk stjórnvöld skuldbundið sig að þjóðarétti til að innleiða ákveðnar réttarfarsreglur. Í fyrsta lagi að heimila ákveðnum úrskurðaraðilum að leita forúrskurðar EFTA-dómstólsins og að tryggja að þær EES-gerðir sem teknar hafa verið upp í íslenskan rétt víki til hliðar öðrum ósamrýmanlegum lagaákvæðum.
  Efni þessarar ritgerðar er að greina með hvaða hætti íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að fullnægja ofangreindum skuldbindingum og viðhorf íslenskra dómstóla til þessara réttarfarsúrræða. Í þessum tilgangi verða reifaðar meginreglur Evrópuréttar og EES-réttar, fjallað um mikilvægi einsleitni í EES-rétti og dómafordæmi EFTA-dómstólsins sem varpað geta ljósi á ofangreindar reglur.
  Þá verður einnig kannað samspil Mannréttindasáttmála Evrópu og ESB- og EES-réttar og áhrif þess samspils á beitingu EES-samningsins annars vegar og ESB-réttar hins vegar í landsrétti.
  Að lokum verður fjallað um þau viðhorf sem ríkja til stöðu EES-samningsins í íslenskri stjórnskipan, og jafnframt, hvort að íslensk stjórnskipan sé í samræmi við EES-samninginn.
  Niðurstaða höfundar er sú að þær samningsskuldbindingar sem felast í EES-samningnum um einsleita túlkun hefur að mestu leiti verið fullnægt af dómstólum. Engu að síður eru mikilvæg atriði sem ekki samræmast EES-rétti svo sem þröng túlkun hvað teljist til dómstóls í skilningi 34. gr. ESE samningsins sbr. l. nr. 21/1994. Þá telur höfundur að núverandi kæruheimild á úrskurðum héraðsdómara um að leita ráðgefandi álits skv. 3. mgr. 1. gr. sömu laga sé ekki í samræmi við EES-rétt. Engu að síður er íslenskum dómstólum sniðinn þröngur stakkur er kemur að beitingu á bókun 35 í íslenskan rétt.

Samþykkt: 
 • 4.9.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12816


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mag_Jur.pdf5.57 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna