is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12819

Titill: 
 • Viðtengingarháttur í sókn. Um breytingar á háttanotkun í spurnarsetningum í nútíð með tengingunni hvort
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð er lögð fram til MA-prófs í íslenskum fræðum í Íslensku- og menningardeild á Hugvísindasviði í Háskóla Íslands undir leiðsögn Höskuldar Þráinssonar prófessors.
  Í ritgerðinni er sagt frá rannsóknum á breytingum á háttanotkun í íslensku í spurnarsetningum í nútíð með tengingunni hvort. Undanfarin ár hafa ýmsir látið í ljós áhyggjur af framtíð viðtengingarháttar og talið hann vera að víkja úr málinu. Fyrsta rannsóknin var gerð árið 2003 og tilgátan var sú að viðtengingarháttur hefði fremur sótt á en hörfað.
  Niðurstöðurnar eru byggðar á þessum gögnum:
   Dæmi úr rituðum textum frá upphafi ritaldar um 1200 til ársins 2003.
   Dæmi úr bloggtextum á Netinu frá árunum 2003-2011.
   Gögn fengin hjá grunnskólabörnum úr 4.-7. bekk.
   Gögn fengin úr rannsóknarverkefninu Tilbrigði í setningagerð (2005-2007).
  Gögn frá síðari hluta tuttugustu aldar voru einnig flokkuð eftir aldri höfunda og gögn frá 2004-2011 voru öll frá aldurshópunum fæddum 1970-1979 og 1980-1989. Gert var ráð fyrir að sögn eða orðasamband í móðursetningu réði hætti í hvort-setningunni og voru setningarnar flokkaðar í fimm merkingarflokka með einkennisorðunum: spyrja, vita, athuga, ákveða, efa.
  Rannsóknirnar leiddu í ljós að viðtengingarháttur hefur sótt mjög á í hvort-setningum í nútíð. Til dæmis er hægt að lesa úr töflu 2.1 að notkun viðtengingarháttar hefur aukist sífellt í öllum merkingarflokkum í aldanna rás. Af töflu 2.2 sem sýnir háttanotkun síðasta áratug 20. aldar sést að allir aldurshópar nota viðtengingarhátt með sögninni spyrja, ekki eru miklar breytingar í merkingarflokknum efa en í hinum þremur (vita, athuga, ákveða) hefur orðið mikil breyting hjá yngsta aldurshópnum. Í niðurstöðum úr nýjustu gögnunum sem sýndar eru í töflu 2.4 sést til dæmis að talsvert hærra hlutfall fólks sem fætt er 1980-1989 notar viðtengingarhátt með sögninni vita í móðursetningu en þeirra sem fæddir eru áratug fyrr.
  Allar niðurstöður úr öllum rannsóknunum leiða í ljós að viðtengingarháttur er í gífurlegri sókn í hvort-setningum í nútíð.

Samþykkt: 
 • 4.9.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12819


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Öll ritgerðin.pdf943.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna