Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12822
Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed. prófs við kennaradeild á Menntavísindasviði við Háskóla Íslands, vormisseri 2012. Í ritgerðinni er fjallað um hvernig náttúruefni geti birst í listgreinum og skólastarfi og hvaða áhrif þau gætu haft á sköpunargáfu og umhverfismeðvitund barna í grunnskólum. Gerð er grein fyrir stöðu listfræðslu á Íslandi og námskenningum um þroska barna, einnig skólastefnu Reggio Emilia og hvernig náttúruefni eru notuð í listsköpun í skólastarfinu. Fjallað er um það hversu mikilvæg myndsköpun barna er og þættir sköpunargáfu skilgreindir. Þá er vikið að hlutverki umhverfismenntar og mikilvægi náttúrunnar sem þroskaleið barna.
Niðurstöður leiddu í ljós að náttúruefni hafa áhrif á sköpunargáfu barna og náttúran og myndsköpun eru hvort tveggja mikilvægar leiðir fyrir þroska þeirra. Náttúruefni geta birst með margvíslegum hætti í listgreinum en hægt er að nota aðferðir listamanna sem kveikjur að viðfangsefnum í skólum. Hugsanlegir kostir náttúruefna í listgreinum eru aukið ímyndunarafl, sköpunargleði og þroski barna ásamt því að þau eru oftast aðgengileg í umhverfinu. Síðast en ekki síst, þá læra börnin að bera virðingu fyrir náttúrunni og afurðum hennar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni tilbúið.pdf | 476.22 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |