en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12822

Title: 
  • Title is in Icelandic Náttúruefni sem uppspretta sköpunar
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed. prófs við kennaradeild á Menntavísindasviði við Háskóla Íslands, vormisseri 2012. Í ritgerðinni er fjallað um hvernig náttúruefni geti birst í listgreinum og skólastarfi og hvaða áhrif þau gætu haft á sköpunargáfu og umhverfismeðvitund barna í grunnskólum. Gerð er grein fyrir stöðu listfræðslu á Íslandi og námskenningum um þroska barna, einnig skólastefnu Reggio Emilia og hvernig náttúruefni eru notuð í listsköpun í skólastarfinu. Fjallað er um það hversu mikilvæg myndsköpun barna er og þættir sköpunargáfu skilgreindir. Þá er vikið að hlutverki umhverfismenntar og mikilvægi náttúrunnar sem þroskaleið barna.
    Niðurstöður leiddu í ljós að náttúruefni hafa áhrif á sköpunargáfu barna og náttúran og myndsköpun eru hvort tveggja mikilvægar leiðir fyrir þroska þeirra. Náttúruefni geta birst með margvíslegum hætti í listgreinum en hægt er að nota aðferðir listamanna sem kveikjur að viðfangsefnum í skólum. Hugsanlegir kostir náttúruefna í listgreinum eru aukið ímyndunarafl, sköpunargleði og þroski barna ásamt því að þau eru oftast aðgengileg í umhverfinu. Síðast en ekki síst, þá læra börnin að bera virðingu fyrir náttúrunni og afurðum hennar.

Accepted: 
  • Sep 5, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12822


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaverkefni tilbúið.pdf476.22 kBOpenHeildartextiPDFView/Open