is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12829

Titill: 
  • Réttur nemenda í skóla án aðgreiningar : rannsókn á náms- og félagslegri þátttöku nemenda í almennum bekk
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hér verður greint frá niðurstöðum rannsóknar um náms- og félagslega þátttöku nemenda í almennum bekk. Rannsóknin byggir á viðtölum við níu nemendur á unglingastigi tveggja íslenskra grunnskóla. Markmið rannsóknarinnar var að skoða rétt nemandans innan skólakerfisins út frá íslenskum lögum og hvernig staðan er í raun. Viðtöl voru tekin við fimm nemendur sem þurftu á aðstoð að halda í sínu námi og fjóra nemendur sem voru alfarið inni í almennum bekk. Helstu niðurstöður voru þær að félagsleg tengsl voru nemendum mikilvæg. Nemendur í sérkennslu voru aðgreindir frá vinum sínum og þeim leið öllum einhvern tímann illa í skólanum. Þeir kvörtuðu allir yfir truflun á námi sínu og kennslu og fannst þeir standa verr að vígi í námi en jafnaldrar þeirra, sem voru ekki í sérkennslu. Jákvæð samskipti við kennara og skólayfirvöld voru öllum nemendum mikilvæg, hvort sem þeir voru í sérkennslu eða ekki.

Samþykkt: 
  • 5.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12829


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal til prentunnar.pdf536.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna