en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/1283

Title: 
 • Title is in Icelandic Samvinnunám og skólaþróun : leið að bættu skólasamfélagi
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed. – prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri vorið 2006.
  Ritgerðin skiptist í megin dráttum í tvo hluta. Í fyrri hlutanum er fræðileg umfjöllun um skólaþróun, samvinnunám og þær kenningar sem þar liggja að baki. Síðari hlutinn fjallar um rannsókn sem gerð var á því hversu stór þáttur samvinnunám er í kennsluháttum kennara Stórhólsskóla í kjölfar þróunarverkefnis. Rannsóknin er bæði eigindleg og megindleg og þátttakendur voru annarsvegar kennarar skólans sem allir svöruðu spurningalista og hinsvegar skólastjóri og tveir kennarar sem við tókum viðtöl við.
  Tilgangur rannsóknarinnar var að fá svör við því hvort kennarar skólans séu að nota samvinnunám og hvað skýrir þær breytingar sem orðið hafa síðan þróunarverkefninu lauk.
  Megin niðurstöður eru þær að samvinnunám er lítið sem ekkert notað í skólanum þrátt fyrir að kennarar séu almennt á því að aðferðin sé góð og skili góðum árangri. Helstu ástæður fyrir því hversu illa gekk að láta aðferðina festast í sessi eru þær að eftirfylgni vantaði eftir að þróunarverkefninu lauk formlega og undirbúningstími er oft af skornum skammti.
  Ábyrgð skólastjórnenda er mikil bæði hvað varðar að hvetja kennara til fjölbreyttra kennsluhátta og viðhalda því þróunarstarfi sem byrjað er á og stuðla að því að það festist í sessi.

Description: 
 • Description is in Icelandic Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Accepted: 
 • Jan 1, 2006
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1283


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
samvinnunam.pdf348.79 kBMembersSamvinnu - heildPDF
samvinnunam_e.pdf73.74 kBOpenSamvinnu - efnisyfirlitPDFView/Open
samvinnunam_h.pdf102.1 kBOpenSamvinnu - heimildaskráPDFView/Open
samvinnunam_u.pdf75.5 kBOpenSamvinnu - útdrátturPDFView/Open