en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12838

Title: 
 • Title is in Icelandic Sérhljóð og breytileiki þeirra. Rannsókn á formendatíðni langra og stuttra einhljóða í íslensku
Submitted: 
 • September 2012
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á hljóðgildi íslenskra sérhljóða. Hljóðgreiningarforritið Praat hefur gert það að verkum að aðstæður til slíkra rannsókna hafa batnað til muna. Þessari rannsókn er fyrst og fremst ætlað að vera viðbót við þær fáu rannsóknir sem gerðar hafa verið á formendum íslenskra sérhljóða en fleiri rannsóknir þyrfti að gera til að hægt væri að draga af þeim miklar ályktanir.
  Meginmarkmið rannsóknarinnar var að skoða formendur íslenskra sérhljóða, lýsa eðli þeirra og bera þær niðurstöður saman við niðurstöður eldri rannsókna til að athuga hvort einhverjar breytingar hefðu átt sér stað á íslenska sérhljóðakerfinu. Munurinn á löngum og stuttum sérhljóðum var skoðaður sérstaklega í því samhengi. Einnig var ætlunin að skoða mun á tíðni formenda hjá konum og körlum og skoða sérstaklega ákveðin einhljóð sem hafa haft tilhneigingu til að tvíhljóðast í framburði margra Íslendinga. Í því samhengi var færeyska sérhljóðakerfið haft til hliðsjónar og athugað hvort þessi tilhneiging gæti verið vísbending um að íslenska sérhljóðakerfið muni þróast á svipaðan hátt og það færeyska, það er að til yrðu tvö ólík kerfi stuttra og langra sérhljóða. Fjórtán manns tóku þátt í rannsókninni en hún var þannig upp byggð að þátttakendur lásu samfelldan texta þar sem hvert sérhljóð kom tvisvar fyrir í sama hljóðumhverfi. Formendatíðni hljóðanna var mæld á þremur stöðum en í fyrri rannsóknum hafa þátttakendur verið færri og formendur sérhljóðs eingöngu verið mældir í miðju sérhljóðsins. Með því að mæla þá á þremur stöðum fæst betri mynd af þeim breytingum sem verða á formendum við myndun sérhljóðsins.
  Helstu niðurstöður virðast benda til þess að meiri munur sé á formendatíðni og lengd stuttra og langra sérhljóða nú en áður. Ekki er þó hægt að fullyrða að um sé að ræða raunverulegar breytingar á sérhljóðakerfinu eða hvort rekja megi þann mun til annarra þátta, svo sem eins og mismunandi rannsóknaraðferða og mælitækni. Munur á formendatíðni karla og kvenna hafði ekkert breyst frá því sem var í eldri rannsóknum. Í löngum afbrigðum sérhljóðanna /e/, /ö/ og /o/ mátti greina þá tilhneigingu til tvíhljóðunar sem heyrist í framburði margra. Það gæti gefið vísbendingar um að íslenska sérhljóðakerfið muni þróast í sömu átt og hið færeyska en frekari rannsóknir þyrfti til að hægt sé að fullyrða um það. Sú staðreynd að meiri munur er á lengd stuttra og langra sérhljóða í þessari rannsókn en í eldri rannsóknum gæti einnig bent til þess að þróun íslenska sérhljóðakerfisins yrði svipuð og í því færeyska.

Accepted: 
 • Sep 5, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12838


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
MA_Ritgerð_SG.pdf2.35 MBOpenHeildartextiPDFView/Open