Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1284
Verkefnið er lokaverkefni til B.Sc. gráðu í rekstrarfræðum við Háskólann á Akureyri. Í því er fjallað um þekkingarauð, hvernig einn hluti hans er mannauðurinn, helstu verkefni mannauðsstjórnunar í fyrirtækjum og að lokum er gerð grein fyrir þjálfun og starfsþróun með sérstakri áherslu á gerð fræðsluáætlunar.
Í upphafi voru settar fram eftirfarandi rannsóknarspurningar:
• Hvernig tengjast þekkingar- og mannauður fyrirtækja og hvert er mikilvægi þessara þátta?
• Hver eru verkefni og tæki mannauðsstjórnunar?
• Hvaða mikilvægi gegnir þjálfun og starfsþróun innan fyrirtækja og hvernig skal standa að henni?
• Hvaða aðferðum má beita við stjórnun óáþreifanlegra auðlinda fyrirtækja?
• Hvernig skilar greiningartækið MARKVISS undirbúningi og gerð fræðsluáætlunar til Norðlenska matborðsins ehf.?
Til að komast að niðurstöðu eru fræðilegar umfjallanir, úr hinum ýmsustu heimildum, um efnið kannaðar og því næst gerð tilraun til að setja fram raunverulega fræðsluáætlun innan Norðlenska matborðsins ehf. á Akureyri.
Niðurstaðan er sú að mannauður er hluti þekkingarauðs fyrirtækja og metnaðarfull stjórnun hans, sérstaklega með tilliti til fræðslumála, er grundvallaratriði ætli menn að ná árangri í því samkeppnisumhverfi upplýsingaaldarinnar sem nútímafyrirtæki starfa í.
Markviss uppbygging starfsmanna byggir á samstarfi allra hlutaðeigandi aðila og er hentug leið til að innleiða fræðsluáætlun innan fyrirtækja.
Lykilorð:
• Mannauður
• Mannauðsstjórnun
• Símenntun
• Markviss uppbygging starfsmanna
• Fræðsluáætlun
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
virdisimenntunar.pdf | 404,6 kB | Takmarkaður | Mannauðs - heild | ||
virdisimenntunar_e.pdf | 145,64 kB | Opinn | Mannauðs - efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
virdisimenntunar_h.pdf | 113,38 kB | Opinn | Mannauðs - heimildaskrá | Skoða/Opna | |
virdisimenntunar_u.pdf | 83,39 kB | Opinn | Mannauðs - útdráttur | Skoða/Opna |