is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12841

Titill: 
  • Alvarlegir geðsjúkdómar innan fjölskyldna
  • Titill er á ensku Serious mental illnesses within families
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar rannsóknar snýr að aðstæðum fjölskyldna þar sem alvarlegir geðsjúkdómar hafa greinst. Ritgerðin byggir á niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar sem unnin var á árunum 2009 til 2012. Tekin voru viðtöl við aðstandendur karlmanna sem flestir höfðu veikst af geðklofasjúkdómi á unglingsárum eða í upphafi fullorðinsára. Ellefu þátttakendur tóku þátt í rannsókninni þar sem mæður voru í miklum meirihluta. Einnig komu við sögu feður, stjúpfeður og systur. Markmið rannsóknarinnar var að öðlast innsýn í reynsluheim þessara fjölskyldna. Niðurstöður benda til að samskipti aðstandenda við starfsfólk geðheilbrigðiskerfisins séu viðkvæm. Læknar voru almennt gagnrýndir fyrir oftrú þeirra á lyfjameðferð; sumir fyrir að gefa of stóra lyfjaskammta og aðrir fyrir að huga ekki nægilega vel að óæskilegum hliðarverkunum. Sjálfræðissviptingar, sem voru framkvæmdar nær undantekningarlaust, höfðu slæm áhrif á mennina og samskipti þeirra við fjölskyldur sínar. Niðurstöður rannsóknarinnar eru mjög í samræmi við erlendar rannsóknir hvað varðar mikilvægi mæðra í að veita nauðsynlega umönnun og aðstoð. Á þeim hvíldi mikið andlegt og langvarandi álag sem í öllum tilvikum hafði skaðleg áhrif á heilsu þeirra. Það kom einnig skýrt fram hve slæm áhrif sjúkdómurinn hafði á fjölskyldurnar í heild sinni.

  • Útdráttur er á ensku

    This master's thesis addresses the circumstances of families where serious mental illness has occurred. The findings are based on a qualitative research which was carried out over the years 2009 to 2012. It is an interview research in which eleven caregivers, of men who most of them where diagnosed in their teens and early adulthood as having schizophrenia, were interviewed. The group of participants consisted largely of mothers, but fathers, stepfathers and sisters also participated. The research aim was to explore the experiences of these families. The findings indicate critical interactions between the caregivers and the staff of the mental health system. The psychiatrists where criticised for their excessive belief in medication; some of them for overdosing and others for ignoring adverse side effects. Almost all of the men were treated without their consent following a court order. The deprivation of liberty affected them negatively and their relations with their families. The findings are consistent with other research findings regarding the importance of the mother as a primary caregiver. The mothers in this research were under extreme stress for long periods of time which in every situation compromised their psychological well-being. The findings are also unambiguous about the adverse affect on the families as a whole.

Samþykkt: 
  • 5.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12841


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Alvarlegir geðsjúkdómar innan fjölskyldna.pdf910.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna