en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12843

Title: 
  • Title is in Icelandic Bygg í fortíð og nútíð : afurðir og notkun
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari lokaritgerð til B.Ed.-prófs er stiklað á stóru í sögu byggs allt frá upphafi landbúnaðar í frjósama hálfmánanum til kornræktar og vinnslu á byggi á Íslandi. Þrátt fyrir langa sögu sem mikilvæg fæða hafa ekki allir verið sammála um ágæti þess né hollustu og má þar helst kenna lágu glúteni sem lýsir sér í lélegum brauðgæðum. Flestir hafa verið sammála um að bygg sé ágætt til möltunar fyrir bjór og sem skepnufóður. Með auknum rannsóknum á trefjaefnum og hollefnum í korni ásamt vitundarvakningu um heilsueflandi mataræði virðist fólk vera jákvæðara gagnvart matvörum unnum úr byggi. Skoðaðar verða rannsóknir sem gerðar hafa verið á efnasamsetningu bygg, hvernig B-glúkanar hafa lækkandi áhrif á kólesteról og jafna blóðsykur ásamt því að skoða bygg útfrá skynmatslegum eiginleikum eins og bragði, lykt og lit. Nú þegar er b-glúkönum bætt við ýmiss matvæli af heilsueflandi ástæðum og vegna hlutfalls trefjaefna eins og þeirra hefur bygg verið sett í hóp óbreyttra markfæðimatvæla eins og tómata og gulróta. Eins þykir bygg gefa brauðvörum einkennandi og gott bragð, sem er mikilvægt þegar kemur að hollu fæði þar sem einsleit og bragðlítil matvæli duga skammt þegar kemur að vali fólks á vörum til framtíðar. Bygg hefur fylgt Íslendingum með hléum allt frá landnámsöld og í dag er bygg ræktað af mismunandi yrkjum í fjölbreyttum aðstæðum í öllum landshlutum. Mikil gróska hefur verið í kornyrkju og vöruþróun síðustu áratugi enda notkunarmöguleikar byggs margþættir í matreiðslu og vöruframleiðslu.

Accepted: 
  • Sep 5, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12843


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
ritgerd_bygg.hs.pdf996.75 kBOpenHeildartextiPDFView/Open