is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12845

Titill: 
  • ART á Suðurlandi: Þróun og ávinningur verkefnisins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Algengasta vandamál barna og unglinga sem leitað er með til sérfræðinga í dag eru hegðunarvandamál. Á Suðurlandi hefur vantað úrræði sem er einfalt, gagnlegt og sínir fram á árangur hjá þeim hópi barna og unglinga sem eru að kljást við hegðunar- og tilfinningaraskanir. ART þjálfun (Agression Raplacement training) er hugræn atferlismeðferð sem bætir félagsfærni, reiðistjórnun og eflir siðferðisþroska með því að breyta hugsun og hegðun barna og unglinga. Hún hentar sérstaklega vel sem meðferðarúrræði fyrir börn og unglinga með tilfinninga- og hegðunarraskanir en hefur einnig reynst vel fyrir börn sem eru mikið til baka eða félagsfælin. Rannsóknir hafa sýnt fram á árangur meðferðarinnar í Bandaríkjunum og Noregi sem styrkir stöðu meðferðarinnar á Íslandi. ART þjálfun hefur verið tekin upp í skólum á Suðurlandi og voru aðalmarkmið verkefnisins að komast til móts við kröfur um úrræði fyrir börn og unglinga með hegðunar- og tilfinningaraskanir auk þess að byggja upp forvarnarstarf í grunn- og leiksskólum á Suðurlandi. Í þessari ritgerð er leitast við að svara spurningum um árangur ART þjálfunar á Íslandi. Niðurstöður sýndu fram á að kennarar, nemendur og foreldrar voru ánægðir með meðferðina og fannst hún gagnleg. Þá er nauðsynlegt að rannsaka árangur ART þjálfunar betur í íslenskum skólum svo hægt verði að sína fram á raunveruleg áhrif hennar á hegðun og líðan íslenskra barna.

Samþykkt: 
  • 5.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12845


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Júlíana Ármannsdóttir_ritgerð.pdf3.55 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna