is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12850

Titill: 
  • Lærum eðlisfræði á gagnvirkan hátt : um notkun gagnvirkra sýndartilrauna í eðlisfræðikennslu
  • Lærum eðlisfræði á gagnvirkan hátt : vefsíða með leiðbeiningum un notkun gagnvirkra sýndartilrauna í eðlisfræðikennslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Lokaverkefni mitt er vefsíða með kennsluleiðbeiningum og upplýsingum um nokkrar gagnvirkar sýndartilraunir í eðlisfræði sem hannaðar hafa verið við University of Colorado og aðgengilegar eru á vefslóðinni http://phet.colorado.edu/. Ég skoðaði þær frá grunni og skráði helstu notkunarmöguleika þeirra, ásamt því að koma með hugmyndir að notkun þeirra við kennslu í eðlisfræði á unglingastigi grunnskóla. Vefsíðan fékk nafnið Lærum eðlisfræði á gagnvirkan hátt og er að finna á vefslóðinni: http://edlisfraedikennsla.wordpress.com/.
    Við vinnslu kennsluleiðbeininganna voru markmið nýrrar aðalnámskrár grunnskóla, almennur hluti (2011) og aðalnámskrár grunnskóla í náttúrufræði og umhverfismennt (2007) höfð að leiðarljósi, ásamt drögum að nýju námsefni sem verið var að útbúa til eðlisfræðikennslu á unglingastigi. Þó svo að miðað hafi verið að mestu leyti við ný drög að ákveðnu námsefni við gerð leiðbeininganna er ekkert því til fyrirstöðu að gagnvirku sýndartilraunirnar séu nýttar með öðru eðlisfræðitengdu námsefni ef þær taka á því efni sem verið er að kenna hverju sinni. Gagnvirku sýndartilraunirnar eru að mínu mati kærkomin viðbót í eðlisfræðikennslu hér á landi þar sem þær opna í raun nýja vídd í kennslu sem nemendur og kennarar hafa aldrei áður átt kost á að nýta sér. Þær eru nokkurskonar sambland af myndrænum upplýsingum og framkvæmd tilrauna í sýndartilraunastofu þar sem nemendur geta nú framkvæmt tilraunir í tölvu og séð um leið myndræna framsetningu á kröftum, sameindum og ýmsu öðru sem ekki verður skynjað í venjulegum tilraunum, ásamt því að sjá um leið tölulegar upplýsingar.

Samþykkt: 
  • 5.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12850


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Ed._lokaverk_greinargerd.pdf385.01 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
B.Ed.lokaverk_efni_vefsidu.pdf1.06 MBLokaður til...14.05.2022Efni vefsíðuPDF
balloons-and-buoyancy.jar2.43 MBLokaður til...14.05.2022SýndartilraunUnknown
buoyancy.jar1.08 MBLokaður til...14.05.2022SýndartilraunUnknown
density.jar1.06 MBLokaður til...14.05.2022SýndartilraunUnknown
forces-1d.jar1.53 MBLokaður til...14.05.2022SýndartilraunUnknown
forces-and-motion.jar3.33 MBLokaður til...14.05.2022SýndartilraunUnknown
friction.jar350 kBLokaður til...14.05.2022SýndartilraunUnknown
gravity-force-lab.jar2.05 MBLokaður til...14.05.2022SýndartilraunUnknown
projectile-motion.jar523.98 kBLokaður til...14.05.2022SýndartilraunUnknown
ramp-forces-and-motion.jnlp1.83 kBLokaður til...14.05.2022SýndartilraunUnknown
the-ramp.jar2.13 MBLokaður til...14.05.2022SýndartilraunUnknown
torque.jar1.98 MBLokaður til...14.05.2022SýndartilraunUnknown
wave-interference.jar1.9 MBLokaður til...14.05.2022SýndartilraunUnknown
wave-on-a-string.jar450.37 kBLokaður til...14.05.2022SýndartilraunUnknown