is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1286

Titill: 
 • Gæðastjórnunarverkefni : Flugþjónustan ehf., Keflavíkurflugvelli
Námsstig: 
 • Bakkalár
Höfundur: 
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð er lokaverkefni í Viðskipta- og rekstrardeild við Háskólann á Akureyri og fjallar um gæðastjórnunarkerfi og alþjóðlega gæðastaðla.
  Gæðastjórnun er hugtak sem á sér rúmlega 80 ára sögu. Það hefur verið þróað í gegnum árin með það að markmiði að auka hagræði í rekstri fyrirtækja. Kröfur til gæða geta verið mismunandi milli landa og heimsálfa. Alþjóðlegir staðlar eins og ISO staðlarnir hafa verið þróaðir til að samræma kröfur flestra og eru viðurkenndir um mest allan heim. Fyrirtæki í erlendum viðskiptum eru í síauknum mæli að koma sér upp gæðastjórnunarkerfi samkvæmt ISO 9000 stöðlunum. Megintilgangur innleiðingar vottaðs gæðastjórnunakerfis er aukin hagræðing í rekstri og aukin viðskiptatækifæri.
  Flugafgreiðslan ehf. er leiðandi fyrirtæki í sinni grein með ráðandi markaðsstöðu. Samkeppni við fyrirtækið er tiltölulega ný til komin en ætla má að hún harðni um þann hluta reksturs Flugafgreiðslunnar sem að ekki snýr að Icelandair móðurfyrirtæki þess. Núverandi gæðastjórnun fyrirtækisins er, eins og hjá mörgum íslenskum fyrirtækjum, afmörkuð við einhvern ákveðin hluta sem annað hvort er lögbundinn, eða tiltekin í viðskiptasamningi.
  Vinna þarf að mörkun gæðastefnu fyrir fyrirtækið og tryggja þarf skuldbindingu yfirstjórnenda og auðlindir til þróunar gæðastjórnunarkerfis. ISO 9000 staðlarnir eru kjörið verkfæri til innleiðingar virks gæðastjórnunarkerfis. Vottun á því að kerfið standist allar kröfur, er fram koma í staðlinum, veitir fyrirtækinu aukið hagræði í rekstri og aukin viðskiptatækifæri ef marka má þá reynslu er íslensk fyrirtæki hafa haft af vottun kerfis síns.

Samþykkt: 
 • 1.1.2003
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1286


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
flugthjonusta.pdf530.08 kBOpinnFlugþjónusta - heildPDFSkoða/Opna