Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12862
Fjörtíu og fimm árum eftir dauða argentíska læknisins Ernesto Guevara má enn sjá andliti „el Che“ bregða fyrir á bolum, fánum, töskum og öðrum varningi sem ungt fólk kaupir og notar, jafnvel án þess að það geri sér grein fyrir því hver þessi maður var, fyrir hvað hann stóð og hver lífsgildi hans voru. Í Rómönsku Ameríku sem og heiminum öllum er Ernesto „Che“ Guevara löngu orðinn tákn byltingarinnar á Kúbu og marxismans. Enn fremur hefur verið skrifað um hann fjöldinn allur af pistlum, greinum og bókum, sem og gerðar um hann þó nokkur fjöldi kvikmynda.
Í þessari ritgerð, sem unnin er til fullnustu B.A. gráðu í spænsku við Háskóla Íslands, er rannsakað hversu samkvæmar dagbókum Ernesto „Che“ Guevara kvikmyndirnar sem um hann hafa verið gerðar nýlega eru, og hvort ímynd hans sem hetju hafi verið ýkt til þess að auka fræðslu- og skemmtanagildi kvikmyndanna eða hvort dregið hafi verið úr sannleikanum í sama tilgangi. Stuðst verður við dagbækurnar sem eftir hann liggja: Diarios de motocicleta (Mótorhjóladagbækurnar), Pasajes de la guerra revolucionaria (Endurminningar úr kúbversku byltingunni) og El diario de Che en Bolivia (Dagbók Che í Bólivíu) og tvær kvikmyndir, annars vegar Diarios de motocicleta, sem kom út árið 2004 og hins vegar Che: Hluti eitt og tvö (Che: Part One og Part Two) frá árinu 2008.
Ritgerðinni er skipt í þrjá hluta og í hverjum hluta verður fjallað um ákveðið tímabil í lífi Ernesto „Che“ Guevara. Í fyrsta hluta verður fjallað um ævi og líf Ernesto Guevara sem ungs manns, hver hann var og hvernig á því stóð að læknanemi af virtum argentískum ættum ferðaðist um heiminn og kynntist hinum ýmsu menningarkimum Suður-Ameríku. Í öðrum hluta verður fjallað um ferðalag Ernesto og frænda hans Alberto um Suður-Ameríku á 6. áratugnum og skoðað hversu mikil áhrif það hafði á mótun þessa unga manns. Að lokum verður fjallað um skæruliðann „Che“ Guevara, hina byltingasinnaðu hægri hönd Fidels Castro sem hafði óbeit á óréttlæti og kúgun og vildi sameinaða Ameríku.
Að lokum verða niðurstöður ræddar og framsetningarmátinn í textum „el Che“ borinn saman við kvikmyndirnar með tilliti til rannsóknarspurningarinnar um ýkjur eða úrdrátt ímyndarinnar.
Muchos conocemos su nombre y en una cantidad de productos de marca hemos visto su famosa silueta; la de Ernesto “Che” Guevara, el hombre que el filosofo francés Jean-Paul Sartre más tarde llamó el hombre más completo de su época. Aun ahora, cuarenta y cinco años después de su muerte, este sujeto argentino, el héroe nacional de Cuba, todavía sigue como el símbolo de la revolución, de la resistencia y del compañerismo latinoamericano. Sobre Ernesto “Che” Guevara se encuentra hoy en día una cantidad inagotable de fuentes; testimonios, cartas, libros de historia e incluso películas, quizás debido a la cantidad de diarios que escribía a lo largo de su vida, desde que era un joven turista, viajando por el continente hasta cuando se volvía luchador comprometido con la causa de una América unida. Los diarios dan a conocer la perspectiva de vida de este revolucionario hecho leyenda.
El propósito de la investigación aquí presentada incluye comparar la imagen de Ernesto “Che” Guevara según revelada por él mismo mediante sus diarios con la de películas recientes para determinar si las películas concuerdan con la imagen del héroe en los libros o si ha sido exagerada o atenuada para aumentar su valor propagandístico o para entretenimiento. Se utilizan como fuentes principales los diarios escritos por él mismo; Diarios de motocicleta (Mótorhjóladagbækurnar, Motorcycle Diaries), Pasajes de la guerra revolucionaria (Endurminningar úr kúbversku byltingunni, Reminiscences of the Cuban Revolutionary War) y El diario del Che en Bolivia (Dagbók Che í Bólivíu, Bolivian Diary), además de libros de historia por apoyo y finalmente las películas Diarios de motocicleta (2004) y Che: Parte uno y Parte dos (Che: Part One y Part Two), de 2008.
El trabajo será dividido en tres partes, y en cada parte se examina ciertas etapas de su vida. En la primera parte se presenta la vida del joven Ernesto Guevara de la Serna, para revelar cómo era su juventud y qué contribuyó al hecho de que abandonó su idea de instalarse como medico de la clase media argentina a viajar por Latinoamérica examinando las diferentes culturas y clases de la sociedad. En la segunda parte se estudia el viaje que hizo y tuvo tanta influencia en él durante toda su vida. Finalmente se habla del “Che”, el revolucionario que denunciaba la injusticia y la opresión, y quería una Latinoamérica unida. A lo largo del trabajo se investiga la imagen del “Che” según aparece en sus propios escritos comparándola con las películas identificadas. Para concluir se presentaran los resultados de la investigación sobre la exageración o la atenuación de la imagen de Ernesto “Che” Guevara en las películas.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Birta Sæm_BA-Spænska2012.pdf | 213.99 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |