en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12871

Title: 
  • is Áhrif meðgöngu- og fæðingarþunglyndis á tengslamyndun móður og barns. Afleiðingar og úrræði
Submitted: 
  • 2012
Abstract: 
  • is

    Meginviðfangsefni þessarar heimildaritgerðar er fæðingarþunglyndi og áhrif þess á tengslamyndun barns og móður. Skoðað er hvernig greining fæðingarþunglyndis fer fram og hvernig hægt er að koma í veg fyrir alvarlegt þunglyndi með skimun á meðgöngu. Leitast er við að skoða tengslamyndun og tengslaraskanir út frá kenningasjónarmiðum og fjallað er um rannsóknir á fæðingarþunglyndi og þær afleiðingar sem það hefur í för með sér. Rannsóknir sýna að ómeðhöndlaðir kvíðasjúkdómar og þunglyndi mæðra á meðgöngu og eftir fæðingu geta leitt til þunglyndissjúkdóma síðar meir. Þá hafa rannsóknir einnig sýnt fram á að skimun fyrir þunglyndi á meðgöngu og/eða eftir fæðingu hefur mikið forvarnargildi og getur fækkað tilfellum fæðingarþunglyndis. Þungamiðja meðferðarúrræðanna hefur færst frá því að hafa móður eða umönnunaraðila í forgrunni yfir í að hafa ungbarnið í forgrunni. Sú víðtæka þekking sem félagsráðgjafar hafa á málefnum er varða fjölskylduna með áherslu á heildarsýn er mikilvæg í þeim meðferðarúrræðum sem í boði eru.

Accepted: 
  • Sep 7, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12871


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Anna Björns.pdf564.69 kBOpenHeildartextiPDFView/Open