en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12884

Title: 
  • Title is in Icelandic Tækisþágufall og háttarþágufall í íslensku. Um aukafallsliði sem gegna hlutverki forsetningarliða og háttaratviksorða
Keywords: 
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Þessi ritgerð er lögð fram til BA-prófs í íslensku á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Í þessari ritgerð verða aukafallsliðir í íslensku skoðaðir og þá sérstaklega tækisþágufall, sem hagar sér eins og forsetningarliðir, og háttarþágufall, sem hagar sér eins og háttaratviksorð. Lítið hefur verið skrifað um aukafallsliði í íslensku og mismunandi gerðir þeirra hafa ekki verið skilgreindar nema lítillega, og þá nær eingöngu frá merkingarlegu sjónarmiði. Í þessari ritgerð verður leitast við að skilgreina aukafallsliði út frá setningafræðilegri og merkingarlegri stöðu þeirra og sérstök áhersla verður lögð á tækisþágufall og háttarþágufall. Í seinni hluta ritgerðarinnar verður sagt frá rannsókn sem framkvæmd var með hjálp íslenska trjábankans Icelandic Parsed Historical Corpus (IcePaHC), sem hefur að geyma setningafræðilega greinda texta frá miðri 12. öld og allt fram á 21. öld. Í þessari rannsókn var tíðni tækisþágufalla og háttarþágufalla í gegnum tíðina skoðuð, og einnig var athugað hvort munur væri á tíðni þessara tveggja gerða aukafallsliða. Í ljós kom að tækisþáguföll voru mun algengari en háttarþáguföll í fornu máli, en í nútímamáli hefur háttarþágufallið unnið á en notkun tækisþágufalla hefur minnkað.

Accepted: 
  • Sep 10, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12884


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Tækisþágufall og háttarþágufall í íslensku.pdf236.52 kBOpenHeildartextiPDFView/Open