Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12888
Þessi greinagerð tilheyrir meistaraverkefni mínu í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands og fjallar um vinnsluferli miðlunarhluta verkefnisins. Miðlunarleiðin sem valin var er heimildamynd sem hefur fengið nafnið Garngraff í Reykjavík og fjallar hún um garngraff sem götulist, tilgang þess og prjónarætur. Auk þess að fjalla um aðdraganda verkefnisins, rannsóknarspurningar varðandi efnisvalið og sjálft vinnuferlið er greint frá því hvernig greina megi myndina. Einnig er hugað að ýmsum miðlunarleiðum og rök færð fyrir vali á miðlunarleið og aðrir miðlunarmöguleikar eru skoðaðir. Myndin er 20 mínútur og byggist á viðtölum við fjóra einstaklinga ásamt myndefni af viðburðum, ljósmyndum og fleiru.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Garngraff í Reykjavík greinargerð.pdf | 1.21 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |