en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/1288

Title: 
  • Title is in Icelandic Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á ferðaþjónustu á Mið-Austurlandi
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun urðu að veruleika með undirritun raforkusölusamnings Landsvirkjunar og Alcoa. Þær framkvæmdir sem nú eru hafnar munu hafa mikil áhrif um allt Austurland, en þó mest á Héraði. Í þessari skýrslu er fjallað um áhrif Kárahnjúkavirkjunar á ferðaþjónustu og ferðamennsku á Mið-Austurlandi.
    Mikil umræða hefur verið um hvort ferðamennska og orkuöflun geti farið saman. Flestar rannsóknir sem gerðar hafa verið hafa leitt að þeirri niðurstöðu að svo er ekki. Andstæðingar virkjanaframkvæmda vilja meina að jarðrask sem fylgir slíkum framkvæmdum spilli óröskuðum víðernum sem ferðamenn sæki í. Virkjunarsinnar vilja meina að þetta tvennt geti farið saman og benda á að með bættum samgöngum sem fylgja framkvæmdum sem þessum verði aukning á fjölda ferðamanna. Slík aukning leiðir til ýmiskonar þjónustu við ferðamenn sem leiðir til atvinnu-uppbyggingar sem styrki stoðir atvinnulífs á viðkomandi svæði.
    Að öllum líkindum kemur samsetning ferðamanna á svæðinu til með að breytast. Með tilkomu bættra samgangna er líklegt að þangað leggi leið sína ferðamenn sem þurfa meiri þjónustu en þeir ferðamenn sem fara um svæðið í dag.
    Ferðamenn stoppa styttra á áfangastað en áður. Það leiðir til þess að þeir gefa sér minni tíma á hverju svæði eða heimsækja eingöngu eitt svæði hverju sinni. Úrval afþreyingar hefur stóraukist á undanförnum árum sem hefur leitt til lengingar ferðamannatímabilsins.
    Íbúafjöldi á Austurlandi hefur dregist lítillega saman á undanförnum árum. Fjölbreytni í atvinnulífi á svæðinu hefur verið ábótavant. Með tilkomu allra þeirra framkvæmda sem verið er að ráðast í kemur það til með að breytast.
    Ferðaþjónusta á Mið-Austurlandi hefur ekki fylgt þróun greinarinnar á landsvísu. Þar er allt til staðar til að byggja ferðaþjónustu upp sem heilsársatvinnugrein.
    Mikilvægt er að vanda til allrar markaðssetningar og ímyndaruppbyggingar. Austurland stendur frammi fyrir því að hafa fullt af ónýttum tækifærum sem hægt er að vinna úr til að skapa ferðaþjónustunni veglegan sess.
    Ljóst er að ferðaþjónusta á svæðinu hefur tækifæri til að njóta þeirra margföldunaráhrifa sem af framkvæmdunum leiða.
    Lykilorð:
    Ferðaþjónusta, Kárahnjúkar, Mið-Austurland,virkjun.

Accepted: 
  • Jan 1, 2003
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1288


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
ahrifkarahnj.pdf419.24 kBOpenKárahnjúk - heildPDFView/Open