en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/1289

Title: 
 • Title is in Icelandic Dreifður tónlistarskóli
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Hugmyndin um rekstur dreifðs tónlistarskóla á rætur sínar að rekja til þess mikla húsnæðis sem Akureyrarbær hefur yfir að ráða, húsnæði sem í flestur tilfellum stendur autt seinni hluta dags. Nú er Tónlistarskólinn á Akureyri starfræktur að Hvannavöllum 14 og sækja flestir nemendur skólans kennslu þangað. Nokkrir nemendur sem sækja tónlistarnám á skólatíma fara þá úr hefðbundinni kennslu í tónlistarkennslu.
  Ljóst er að foreldrar bera töluverðan kostnað af því að keyra börnin í og úr tónlistarkennslu.
  Dreifður tónlistarskóli er hér skilgreindur sem tónlistarskóli sem að hluta til er rekinn á mörgum stöðum, hann hefur höfuðstöðvar en töluverður hluti starfsseminnar á sér ekki fast aðsetur. Hann er dreifður um bæinn, rekinn í grunnskólum bæjarins eftir að almennri kennslu lýkur eða í aðstöðu sem ekki er í notkun á hefðbundnum skólatíma.
  Allir nemendur á 1.-3. stigi í tónlistarnámi myndu sækja tónlistarkennslu í þann grunnskóla sem þau sækja sem dagsskóla. Þannig ættu öll börn á Akureyri jafnan aðgang að tónlistarnámi á þessu stigi. Verkefnið sýnir framá að mögulegt er að þessi hluti tónlistarkennslu verði í grunnskólum bæjarins.
  Foreldrar hefðu töluvert hagræði af þessum flutningi og óbeinn hagnaður samfélagssins yrði töluverður því við flutninginn verður aðgengi betra fyrir væntanlega nemendur skólans og bæjarfélagið í heild yrði auðugra af metnaðarfullum tónlistarnemum.
  Lykilorð
  Dreifður tónlistarskóli
  Skóli
  Tónlistarkennsla
  Tónlistarskóli
  Akureyri

Accepted: 
 • Jan 1, 2004
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1289


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
drtonlistarsk.pdf358.8 kBOpenDreifður - heildPDFView/Open