is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12894

Titill: 
  • Lögspeki H.L.A. Harts. Reglur eða valdboð?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð mun ég skoða reglukenningu H.L.A. Harts um lög sem hann setur fram í bókinni The Concept of Law. Til þess að gera grein fyrir samhengi kenningar Harts verður í upphafi fjallað um klassískan vildarrétt og þá verður sérstaklega gerð grein fyrir helstu atriðum valdboðskenningar Johns Austins um lög. Jafnframt verður fjallað ítarlega um gagnrýni Harts á kenningu Austins, en það er gert til þess að varpa ljósi á sérstöðu Harts og það mikilvæga hlutverk sem reglur hafa í kenningu hans. Ein helsta gagnrýni hans á kenningu Austins er sú að grunnhugtök kenningar Austins, sem eru skipanir, vani og hlýðni, geti ekki útskýrt með fullnægjandi hætti það hvað lög eru eða sjálft lagahugtakið. Hart telur að rótin að vanda Austins sé sú að reglur séu ekki, og geti ekki verið, hluti af kenningu hans en án þeirra sé ekki hægt að gera grein fyrir lögum. Hart leggur höfuðáherslu á að greina regluhugtakið í kenningu sinni og hann telur að vandamál lögvísinda verði aðeins leyst ef þýðing og virkni reglna eru skilin til fulls því lykilinn að lögvísindum sé einmitt að finna í samspili þeirra. Að lokum er gerð grein fyrir helstu atriðum þeirrar gagnrýni sem Ronald Dworkin hefur sett fram á kenningu Harts.

Samþykkt: 
  • 10.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12894


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
1.Lögspeki H L A Harts.pdf372.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna