is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12895

Titill: 
  • Birtingarmyndir hins óhugnanlega í verkum David Lynch
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni fjalla ég um hugtak sem nefnt hefur verið hið óhugnanlega eða óheimilislega (enska: the uncanny, þýska: das unheimliche), tilurð þess, skilgreiningu og þróun í fræðilegu samhengi og sýni fram á hvernig hið óhugnanlega birtist í verkum kvikmyndaleikstjórans og myndlistarmannsins David Lynch. Ég set fram þá tilgátu að hið óhugnanlega sé einkennandi þáttur í verkum David Lynch og í síðari hluta ritgerðarinnar færi ég rök fyrir þeirri skoðun.
    Sigmund Freud gerði eina af fyrstu tilraununum til að skilgreina hugtakið og hefur grein hans um hið óhugnanlega mikið verið notuð í fræðilegri umræðu um hugtakið síðan. Freud taldi hugtakið tilheyra sviði fagurfræðinnar þó að það hefði einnig tengsl við svið sálfræðinnar og fjallaði hann meðal annars um notkun þess innan bókmennta og lista.
    Í fyrri hluta ritgerðarinnar fjalla ég um myndun og mótun hugtaksins eða hugmyndarinnar um hið óhugnanlega. Þar ræði ég uppruna hugtaksins og þær aðstæður sem leiddu til myndunar þess, hvernig það hefur verið notað og skilgreint fræðilega og hvernig slík notkun og skilgreiningar hafa þróast í gegnum tíðina, auk þess sem ég reyni að gera því skil hvernig hið óhugnanlega sem fræðileg hugmynd og fagurfræðileg tilfinning kemur fyrir innan myndlistar. Í síðari hluta ritgerðarinnar fjalla ég um það hvernig hið óhugnanlega birtist í verkum David Lynch. Þar rek ég hvernig Lynch notast endurtekið við ákveðin þemu eða minni sem falla í flokk þess er telst til hins óhugnanlega auk þess sem ég ræði það hvernig hið óhugnanlega hefur verið sagt koma fram sem ákveðin grunnstemning í verkum hans. Í þessari umræðu sýni ég fram á hvernig hið óhugnanlega í verkum Lynch tengist umfjöllun og notkun fræðimanna á hugtakinu, í ritgerð Sigmund Freud Hið óhugnanlega (þýs. Das Unheimliche) sem út kom árið 1919, greiningu Otto Rank á tvífaraminninu í ritinu Der Doppelgänger: Eine Psychoanalytische Studie frá 1925, umfjöllun Terry Castle um uppruna hugmyndarinnar um hið óhugnanlega í kjölfar upplýsingarinnar í bókinni The Female Thermometer: Century Culture and the Invention of the Uncanny og umfjöllun fræðimanna um þróun hugtaksins á síðari hluta 20. aldar, einkum þeirra Anneleen Masschelein sem gerir ítarlega grein fyrir þróun hugtaksins í fræðilegu samhengi á 20. öld í bókinni The Unconcept: The Freudian Uncanny in Late-Twentieth-Century Theory og Anthony Vidler sem fjallað hefur um hið óhugnanlega í tengslum við arkitektúr og umhverfi, s.s. húsið/heimilið og borgarlandslag, í bókinni The Architectural Uncanny: Essays in the Modern Unhomely.

Samþykkt: 
  • 10.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12895


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð - pdf2.pdf3.19 MBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
Forsíða og titilsíða.pdf24 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna