en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12903

Title: 
  • is Ólík sjónarhorn sagnfræðinga á orsakir bandarísku borgarastyrjaldarinnar. Frá samtímaskoðunum til nútímans
Submitted: 
  • September 2012
Abstract: 
  • is

    Sagnfræðingar hafa í gegnum árin rannsakað orsakir bandarísku borgarastyrjaldarinnar. Það eru liðin nær 150 ár frá því að þessari styrjöld lauk og á þeim tíma hafa margvíslegar kenningar komið fram um ástæður stríðsins. Flestir gera sér sjálfsagt ekki fulla grein fyrir því hversu illvíg þessi styrjöld var eða af hverju hún var háð. Bandaríska borgarastyrjöldin er betur þekkt sem þrælastríðið í huga flestra því að stríðið hafði í för með sér að þrælahald var lagt niður í Bandaríkjunum. Þar af leiðandi hafa margir dregið þá ályktun að stríðið hafi eingöngu verið háð til að frelsa hinn mikla fjölda þræla í Suðurríkjunum. Sú var þó ekki raunin. Orsakir stríðsins má rekja til margra þátta, eins og menningarlegra, félagslegra og efnahagslegra þátta. Þessi ritgerð fjallar um rannsóknir sagnfræðinga á þessum þáttum og kenningar þeirra um orsakir styrjaldarinnar. Farið er yfir ýmsar sagnfræðikenningar sem settar hafa verið fram frá því að styrjöldinni lauk. Umfjöllun sagnfræðinganna er skipt upp í fjögur tímabil. Fyrst er fjallað um tilgátur sagnfræðinga og samtímavitna um stríðið meðan á því stóð. Því næst er farið yfir kenningar þeirra sem skrifuðu um stríðið fljótlega eftir að því lauk. Reifaðar eru kenningar þeirra sem tilheyra hinum svokallaða endurskoðunarskóla á öðrum áratug tuttugustu aldar, en þeir leyfðu sér að endurskoða fordómalaust mögulegar ástæður stríðsins. Að lokum er farið yfir verk nokkurra nútímasagnfræðinga og kenningar þeirra. Nútímasagnfræðingar hafa komist að þeirri niðurstöðu að þrælahald hafi verið megin ástæðan fyrir því að stríðið braust út. Það má því segja að skoðanir sagnfræðinga á orsökum bandarísku borgarastyrjaldarinnar hafi ferðast heilan hring og séu komnar á byrjunarslóðir. Það má þó ekki halda að stríðið hafi verið háð til að frelsa þrælana heldur frekar að ágreiningur um þrælahald hafi leitt til átaka.

Accepted: 
  • Sep 10, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12903


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Valur Magnusson BA-ritgerd i sagnfraedi.pdf704.06 kBOpenHeildartextiPDFView/Open