is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12904

Titill: 
  • Kommentierte Übersetzung des ersten Kapitels des Buches 3096 Tage von Natascha Kampusch ins Isländische
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hin austurríska Natascha Kampusch gaf út ævisögu sína 3096 Tage eða 3096 dagar aðeins 22 ára gömul enda hafði hún þá upplifað meira en margur gerir á einni ævi. Til aðstoðar Natöschu við skrif bókarinnar voru Heike Gronemeier og Corinna Milborn.
    Árið 1988 var hin 10 ára gamla Natascha á leið í skólann í úthverfi Vínar þegar henni var skyndiega kippt út úr veröldinni. Henni var rænt af manni að nafni Wülfgang Priklopil sem kom henni fyrir í vel falinni dýflissu í kjallara á heimili sínu og hélt henni þar í algjöri einangrun í meira en átta ár eða 3096 daga. Af og til fékk Natascha að vera í íbúð Priklopils undir ströngum skilyrðum. Í bókinni lýsir Natascha barnæsku sinni í Vín, tímanum sem henni var haldið fanginni og flótta sínum.
    Í þessari ritgerð verður fyrsti kafli bókarinnar 3096 Tage þýddur á íslensku. Kaflinn ber heitið Brüchige Welt, Meine Kindheit am Stadrand von Wien eða Brothætt veröld, bernska mín í útjaðri vínar og segir frá æskuárum Natöschu. Tekin verða fyrir ýmis mál sem lúta að þýðingunni, gerð grein fyrir þýðingu sérstakra orða og orðasambanda og útskýrt hvernig komist er að endanlegri þýðingu textans sem við fyrstu sýn gæti oft á tíðum litið út fyrir að vera nokkuð frábrugðin frumtextanum. Við þýðinguna er stuðst við þýðingarstefnu Hans G. Hönigs og Paul Kußmauls „Der notwendige Grad der Differenzierung“ sem mætti nefna á íslensku „nauðsynleg nákvæmni“. Stefnan byggist á því að þýða eins nákvæmlega og nauðsyn krefur í stað þess að þýða eins nákvæmlega og mögulegt er og þannig er leitast við að skapa sömu meginupplifun við lesturs hins nýja texta og hlýst við lestur frumtextans.

Samþykkt: 
  • 10.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12904


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Natascha+Kampusch+lokaritgerð.pdf51.67 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna