Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/12909
Í ritgerðinni er fjallað um svonefnd flugstöðvar- og varaflugvallarmál á Íslandi, en þau voru í deiglunni á 9. áratug 20. aldar. Megináherslan er á innbyrðis tengsl hugmynda um bættar innlendar flugsamgögnur og erlend hernaðarumsvif. Tvö mál verða tekin fyrir. Annars vegar er byggingarsaga Leifsstöðvar greind með vísan í stjórnmálaumræðu um borgaralega flugumferð og samskiptin við Bandaríkin í varnarmálum. Sérstaklega verður vikið að fjármögnun flugstöðvarinnar, sem íslensk og bandarísk stjórnvöld stóðu sameiginlega að. Hins vegar er fjallað um umræðuna um gerð varaflugvallar á Íslandi, en hún snerist einnig um tengslin milli vilja íslenskra stjórnvalda til að efla flugsamgöngur innanlands og samskiptin við Bandaríkin og NATO. Eins og sýnt er fram á sköruðust þessi mál að mörgu leyti, þótt afdrif þeirra yrðu ólík. Leifsstöð varð að veruleika, en hugmyndin að byggingu alþjóðlegs varaflugvallar á austfjörðum fjaraði út. Leitast er við að svara því hvers vegna fyrra málið, bygging Leifsstöðvar, náðist í gegn, en ekki síðara, er laut að byggingu varaflugvallarins. Í umfjöllun þessari verður vísað bæði til innlendra og erlendra þátta: stefnu þeirra ríkisstjórna, sem voru við völd á 9. áratugnum, í varnar- og öryggismálum og stjórnmálastandsins á Íslandi sem og þróunar í alþjóðamálum og breyttrar stöðu landsins í kalda stríðinu.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
BA_geirthrudurg_skemman.pdf | 636,8 kB | Open | Heildartexti | View/Open |