Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12913
Megintilgangur verkefnisins er að komast að því hvernig ástundun, ástæður og viðhorf grunnskólabarna með þroskafrávik til hreyfingar er háttað. Heilbrigt líferni og hreyfing sem hluti af vellíðan og lífsgæðum eru viðurkennd markmið í skólastarfi. Áhyggjur af börnum og unglingum sem eru of þung og hreyfa sig of lítið hefur beint athygli rannsakenda hérlendis og erlendis að því að skoða hvað hefur áhrif á þessa þætti og hvernig vinna má með þau mál til framfara.
Hér er sjónum beint að grunnskólabörnum með þroskafrávik þar sem sá hópur hefur nokkra sérstöðu og líklegt að þeir hafi annarskonar mynstur í hreyfingu en jafnaldrar þeirra. Skoðað verður hver ástundun hreyfingar þessa hóps er, helstu ástæður hreyfingar og viðhorf þátttakenda til hreyfingar. Spurningalisti var lagður fyrir 40 grunnskólabörn með þroskafrávik þar sem könnuð voru viðhorf þeirra til hreyfingar og eigin hreystis auk ástundun hreyfingar. Rannsóknarspurningin sem leitað var svara við var: Hvernig er hreyfingu íslenskra grunnskólabarna með þroskafrávik háttað?
Niðurstöður sýna almennan áhuga meðal svarenda fyrir því að bæta heilsu sína og halda sér í góðu formi. Flestir þeirra stunda hreyfingu sér til skemmtunar og rúmlega helmingur sækir hreyfingu til að stofna til vinasambanda og vegna samveru með vinum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hreyfing islenskra grunnskolabarna med thorskafravik_Gunnar Sigfus Jonsson[1].pdf | 492.35 kB | Lokaður til...04.05.2041 |