en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12928

Title: 
  • Title is in Icelandic Mannfræði í þágu mannréttinda. Framlag mannfræði til mannréttindamála
Submitted: 
  • October 2012
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmið þessarar ritgerðar er að sýna að mannfræðileg nálgun veitir mikilvægt framlag til að efla mannréttindi í heiminum. Til að nálgast mannréttindamál verður notast við algildiskenningu og menningarlega afstæðishyggju. Meginástæða þess að mannfræði hefur ekki tekið mikinn þátt í mannréttindamálum er sú að mannfræðingar hafa gagnrýnt þá sem eru í forsvari við vinnu að mannréttindamálum fyrir að styðjast við algildi. Mannfræðingar hafa notast við menningarlega afstæðishyggju sem kveður á um að taka eigi tillit til menningarmismunar og ættu því mannréttindi að taka mark á hverri menningu útaf fyrir sig að þeirra mati. Þeir telja að mannréttindaviðmið séu lituð af vestrænni hlutdrægni og hafi því takmarkað notagildi. Ritgerðin sýnir að sambandið milli mannfræði og mannréttinda hefur smátt og smátt aukist. Mannfræðin hefur upp á margt að bjóða til að efla styrkleika í mannréttindabaráttu eins og að varpa ljósi á félagsleg gildi og venjur ólíkra menninga. Einnig getur hún sagt til um hvaða leiðir varðandi mannréttindamál séu hentugar fyrir ákveðin samfélög og mikilvægi þess að gefa íbúum samfélaganna rödd. Mannfræðingar vinna nú í auknum mæli í þágu mannréttinda og gera rannsóknir sem síðar nýtast til aukinna mannréttinda í heiminum. Til að sýna þetta aukna samband er skoðað sérstakt framlag mannfræðinnar til mannréttindamála varðandi rétttindi minnihlutahópa og þá sérstaklega réttindi innfæddra og kvenna.

Accepted: 
  • Sep 11, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12928


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Mannfræði í þágu mannréttinda.pdf331.15 kBOpenHeildartextiPDFView/Open