en English is Íslenska

Thesis Reykjavík University > Tækni- og verkfræðideild > MEd / MPM / MSc verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12930

Title: 
  • is Valferli verkefna : mikilvægi þess að standa rétt að innleiðingu
Keywords: 
Submitted: 
  • May 2012
Abstract: 
  • is

    Markmið þessarar greinar er að varpa ljósi á valferli verkefna og þá sérstaklega hvað ber að hafa í huga við innleiðingu á slíku ferli. Fjallað er um rannsókn á fyrirtæki sem innleiddi stjórntæki sem nýtt var við forgangsröðun og val á verkefnum og dreginn lærdómur af þeirri innleiðingu. Valferli verkefna er ætlað að tryggja að fyrirtæki vinni í réttum verkefnum á hverjum tíma og að tíma starfsmanna og fjármunum fyrirtækja sé ekki varið í verkefni sem minna máli skipta. Valferli verkefna er einn þáttur í því sem kallað er á ensku „Project Portfolio Management (PPM)“, en „PPM“ felur í sér að skilgreint ferli sé til staðar fyrir val verkefna, að fyrirtæki tryggi jafnvægi í verkefnaskrá og að með henni sé virk stýring. Þá felur það í sér að tryggja að unnið sé í réttum verkefnum ásamt því að nýta starfsmenn á skilvirkan hátt. Greinarhöfundur hefur kosið að nota heitið valferli verkefna fyrir þennan afmarkaða hluta „PPM“. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að ekki var nógu vel hugað að þeim þáttum sem fræðimenn telja að þurfi að vera til staðar í vel heppnaðri innleiðingu slíks valferlis. Ekki var hugað að nokkrum af grundvallarþáttum breytingarstjórnunar, svo sem hvernig staðið var að innleiðingu, stuðningi stjórnenda, kynningu til hagsmunaaðila, þjálfun, auk þess að aðlaga valferlið að breytingum sem gerðar voru innan fyrirtækisins. Það er mat greinarhöfundar að íslensk fyrirtæki muni í auknum mæli styðjast við skilgreint ferli við ákvörðun um forgangsröðun verkefna. Þegar þekking á aðferðafræðinni eykst og jákvæð áhrif ferlisins koma betur í ljós, munu fleiri fyrirtæki velja að styðjast við slíkt ferli og er þá mikilvægt að huga vel að því hvernig staðið er að innleiðingu. Vonir standa til að niðurstöður þessarar rannsóknar nýtist til að varpa ljósi á mikilvægi valferlis verkefna, hvað ber að hafa í huga við innleiðingu og sem skoðun á slíku ferli hjá fyrirtækinu sem tók þátt í rannsókninni.

Accepted: 
  • Sep 11, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12930


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Valferli_verkefna_Sigrún_Hauksdóttir.pdf821.26 kBLockedHeildartextiPDF