Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12936
Efnisskrá þessi inniheldur lyklaðar bókfræðifærslur yfir efni tímaritsins Vikunnar. Tilgangur verkefnisins er að auðvelda leit, hverjum þeim sem vill finna greinar í Vikunni á sem fljótlegastan og öruggastan hátt.
Um er að ræða aðalskrá frá tímabilinu janúar 2011 til apríl 2011 að báðum mánuðum meðtöldum, samtals 17 tölublöð. Í inngangi er stuttlega farið yfir vinnu og tilgang verkefnisins. Því næst eru uppbyggingu og gerð skrárinnar gerð skil og loks eru ítarlegar útskýringar á aðalskrá og hjálparskrám. Skráin skiptist í aðal-, efnisorða-, titla- og mannanafnaskrá. Í aðalskrá eru 384 lyklaðar bókfræðifærslur í stafrófsröð og hverri færslu gefin færslunúmer frá 1 til 384. Efnisorðaskrá inniheldur þau efnisorð sem voru gefin að undanskildum mannanöfnum sem eru sett í mannanafnaskrá, titlaskrá inniheldur alla greinatitla og mannanafnaskrá inniheldur öll þau mannanöfn sem koma fram í þeim greinum sem lyklaðar voru. Hjálparskrárnar vísa í fulla færslu greinar í aðalskrá.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Laufey Katrín.pdf | 872.95 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |