is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1294

Titill: 
  • Þorskseiðaframleiðsla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Lykilorð: Þorskseiði, lirfur, framleiðsluaðferðir, framleiðslukostnaður, þorskeldi.
    Verkefni þetta tekur á hvaða aðferðum er beitt við þorskseiðaeldi, hvaða vandamál eru helst í veginum og hvaða þættir hafa mestu áhrif á framleiðslukostnað þorskseiða.
    Í þorskseiðaeldi er beitt líkum aðferðum og notast hefur verið við í seiðaeldi á öðrum sjávarfiskum, eins og t.d. á barra og brama. Líkt og með þeim er frumfóðrunartími þorskseiða nokkuð langur og afföll eru mikil framan af. Umtalsverðar rannsóknir hafa verið unnar á undanförnum árum og eru menn sífellt að ná betri tökum á framleiðsluferlinu. Þessu ferli má skipta í nokkur stig en þau eru; hrognaframleiðsla, klak, lirfustig og seiðastig. Það tekur um 12-13 daga að klekja út hrogn en þá tekur lirfustig við. Lirfustigi lýkur þegar myndbreyting er að mestu afstaðin, rúmum mánuði eftir klak, og þá tekur við seiðastig sem stendur þar til seiðið getur talist smáfiskur nokkrum mánuðum eftir klak.
    Helstu vandamál í þorskseiðaframleiðslu eru mikil afföll á lirfu- og seiðastigi sem og lítil framleiðsla á rúmmálseiningu. Þeir þættir sem helst hafa áhrif á afföll eru þroskunargallar, fóður, fæðuskortur, sjálfrán og sjúkdómar. Mikilvægt er að framleiða sem best hrogn því hrognagæði skila sér í betri gæðum á lirfum og seiðum sem aftur dregur úr afföllum.
    Framleiðslukostnaður var reiknaður út fyrir 1 g seiði og 115 g seiði og reyndist hann vera um 21 kr. fyrir litlu seiðin en 59 kr. fyrir þau stóru. Niðurstöðurnar gáfu til kynna að fastur kostnaður sé stór hluti framleiðslukostnaðar og því er mikilvægt að nýta sér stærðarhagkvæmni til að lækka hann sem mest á hvert seiði en þannig er hægt að lækka kostnað verulega. Launakostnaður er nokkuð hátt hlutfall kostnaðar hjá báðum seiðastærðum og því er mikilvægt að framleiða sem flest seiði á hvert ársverk til að lækka kostnað. Hjá litlum seiðum hafa lifun, ýmis kostnaður og launakostnaður einna mest áhrif á breytilegan kostnað en hjá stórum seiðum hefur þurrfóðurverð einnig mikið að segja um framleiðslukostnað.

Samþykkt: 
  • 1.1.2002
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1294


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
thorskseið.pdf723.77 kBOpinnÞorskseiða - heildPDFSkoða/Opna