is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12940

Titill: 
  • Söngur eða tal? : túlkun íslenskra kvenna á söng og babbli barns með japönsku að móðurmáli
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni verður fjallað um söng og babbl ungbarna á máltökustigi og hvernig fullorðnir flokka hljóð, sem ungbörn gefa frá sér, í tal eða babbl annars vegar og söng hinsvegar. Fjallað verður um talmál sem helsta tæki mannsins til að hafa samskipti. Eðli talmáls verður útskýrt og þróun málþroska ungra barna lýst með tilliti til aldurs þeirra. Sambandið milli babbls og talmáls ungbarna verður kynnt auk þess að þróun talmáls út frá babbli verður skoðuð. Þá verður fjallað um rannsóknir, sem gerðar hafa verið og sýna fram á aukinn þroska, þar með talinn málþroska, með tónlistarnámi. Greint verður frá rannsókn sem kannaði túlkun íslenskra kvenna á babbli og söng ungbarns með japönsku að móðurmáli. Rannsóknin er hluti af samstarfsverkefni milli nokkurra landa og á uppruna sinn í Japan. Þátttakendur voru 33 konur sem hlustuðu á upptöku þar sem japanskt barn ýmist babblaði eða söng. Þátttakendur merktu við á þar til gerðu blaði hver þeirra túlkun var á hljóðunum. Niðurstöður leiddu í ljós að ekki var mikill munur á milli svara mæðra annars vegar og barnlausra kvenna hins vegar. Þátttakendur svöruðu þannig að um söng væri að ræða þegar barnið í upptökunni var að syngja og að um tal eða babbl væri að ræða þar sem barnið var að tala. Munur var á milli íslenskra og japanskra kvenna þar sem japanskar konur voru öruggari í að greina tal en þær íslensku.

Samþykkt: 
  • 11.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12940


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AGJ_Söngur eða tal.pdf487,9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna