Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12941
Ritgerðin er um lífsgæði fólks með Downs heilkennið og Alzheimer sjúkdóminn. Í byrjun ritgerðarinnar verður farið ítarlega í hugtakið lífsgæði og lífsgæðarannsóknir. Fjallað verður um öldrun, kenningar í öldrun og þroskakenningar á efri árum. Þar næst verður fjallað um þroskahömlun. Í þeim kafla komum við inn á greiningu á þroskahömlun, Downs heilkenni, Downs heilkenni og öldrun og sjónarhorn á fötlun. Næsti kafli eða kafli fimm snýr að heilabilun. Í honum munum við skoða heilabilun, Alzheimer sjúkdóminn og Downs heilkenni og Alzheimer sjúkdóminn. Hugtakið lífsgæði er tengt inní alla kaflana í lok þeirra. Þar tengjum við saman hugtakið lífsgæði og umfjöllunarefni hvers kafla. Síðasti kaflinn í þessari ritgerð er okkar eigin reynsla úr starfi, af vettvangsnámi og í námi. Sá kafli endurspeglar sýn okkar og reynslu.
Þessi ritgerð var unnin í þeim tilgangi að skoða hugtakið lífsgæði og rýna í lífsgæði fólks með Downs heilkennið og Alzheimer sjúkdóminn.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ritgerd-agrip_formali_meginmal_heimildaskra (1).pdf | 393,91 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
ritgerd-forsida_og_formalibls_1-3.pdf | 68,62 kB | Opinn | Forsíða | Skoða/Opna |