en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12944

Title: 
 • Title is in Icelandic Framhaldsskóli fyrir alla
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Útdráttur
  Viðfangsefni verkefnisins var að skoða upplifun nemenda á sérnámsbraut á framhaldsskólagöngunni og þátttöku í almennum áföngum. Bakgrunnur verkefnisins er sá að höfundar voru við vettvangsnám á sérnámsbraut við Fjölbrautaskólann við Ármúla á vormisseri 2012. Áður en vettvangsnámið hófst kynntum við okkur þann starfsramma sem íslenskum framhaldsskólum er gert að starfa innan ásamt því að kynna okkur hugmyndafræði um skóla án aðgreiningar sem á lögum samkvæmt að endurspeglast í starfi skóla á öllum menntastigum þessa lands. Við undirbúninginn vöknuðu spurningar um það hvernig nám á sérbrautum samræmdist yfirlýstri stefnu Íslendinga í menntamálum og hvort unnið væri að því að draga úr slíkri aðgreiningu. Ennfremur þótti okkur áhugavert að skoða hver upplifun nemenda sérnámsbrauta væri af skólagöngunni og af því að vera í eldlínunni þegar skrefin eru tekin í átt frekari þátttöku í skólasamfélaginu.
  Markmið verkefnisins er að varpa ljósi á upplifun nemenda af því að sækja almenna áfanga utan sérnámsbrautar, með það að augnamiði að komast að því hvort ríkjandi stefna um skóla án aðgreiningar er það sem þau telja henta sér. Við fjöllum einnig um upplifun þeirra af sérnámsbrautinni og félagslegri þátttöku innan skólans. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 5 nemendur sérnámsbrautar í Fjölbrautaskóanum við Ármúla á aldrinum 16-20 ára. Við notuðumst við eigindlega rannsóknaraðferð í formi þátttökuathuganna og opinna viðtala.
  Helstu niðurstöður verkefnisins benda til þess að nemendur séu almennt ánægðir með núverandi fyrirkomulag þar sem þeir eigi athvarf inni á sérnámsbraut en standi þó til boða að sækja aðra áfanga skólans. Niðurstöður okkar benda einnig til þess að stuðningur utan sérnámsbrautar sé af skornum skammti og hefur áhrif á möguleika þeirra til þátttöku í almennum áföngum og félagslífi skólans. Rannsóknin tekur einungis mið af aðstæðum og upplifun nemenda við einn framhaldsskóla og hefur því ekki alhæfingargildi. Hins vegar væri áhugavert að sjá hvort niðurstöðurnar eru sambærilegar því sem gengur og gerist í öðrum skólum.

Accepted: 
 • Sep 12, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12944


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Framhaldsskóli fyrir alla.pdf594.92 kBOpenHeildartextiPDFView/Open