en English is Íslenska

Thesis Reykjavík University > Tækni- og verkfræðideild > MEd / MPM / MSc verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12949

Title: 
  • Title is in Icelandic Er hægt að nýta Negotek Preparation Planner (NPP) Gavin Kennedys sem aðferð við að skilgreina umfang verkefna?
Submitted: 
  • May 2012
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Mikið getur legið undir þegar viðskiptaverkefni og umfang verkefna er skilgreint. Ef umræður um þau eru óskilvirkar og ónákvæmar getur það auðveldlega komið niður á verkefnunum og eða komið í veg fyrir að verkefni verði. Í ljósi þessa virðist mikil áhætta fólgin í samskiptum á milli sérfræðinga. Í þessari grein er spurt hvernig klassísk samningaviðræðuaðferð getur hjálpað við að skilgreina umfang verkefna með vel útfærðum viðræðum á milli aðila. Greinin hefst á þeirri tilgátu að umfang allra verkefna megi skilgreina á háþróaðan hátt með “Negotek Preparation Planner” sem er velþekkt aðferð sem Gavin Kennedy´s, sem er prófessor við Heriot-Watt Edinburgh Business School, þróaði. Aðferðin er síðan sett fram örlítið uppfærð og með breyttu sniði. Í fræðilegri umfjöllun er farið yfir kenningar um hvernig best er að framkvæma samningaviðræður sem draga eiga fram markmið, áhuga og þarfir annarrar persónu. Síðan er umræðuaðferðinni stillt upp, hún skilgreind og notkun hennar útskýrð. Til þess að staðfesta aðferðina og prufa hana í raunverulegu umhverfi var aðferðin kynnt fjórum sérfræðingum og verkefnastjórum og þeir fengnir til þess að reyna hana við raunverulega aðstæður í samskiptum við innri eða ytri viðskiptavini. Í niðurstöðu og umræðu er fjallað um hvað gekk vel og hvað ekki og settar fram úrbætur á aðferðinni til samræmis við þær prófanir sem fram fóru.

Accepted: 
  • Sep 12, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12949


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ívar_Logi_Sigurbergsson_Lokaverk_MPM_2012_rafræn_skil.pdf688.04 kBLockedHeildartextiPDF