en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12951

Title: 
  • Title is in Icelandic Samúð Íslendinga með Finnum í vetrarstríðinu 1939-1940
Submitted: 
  • September 2012
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    30. nóvember 1939 hófst hið tæplega fjögurra mánaða vetrarstríð á milli Finnlands og Sovétríkjanna þegar Rauði herinn réðst yfir landamæri Finnlands. Innrásin vakti sterk viðbrögð víða um lönd og var hún fordæmd af alþjóðasamfélaginu. Varnarbarátta Finna þótti aðdáunarverð en þeir voru fyrsta hlutlausa smáþjóðin sem setti landvinningum einræðisríkjanna stólinn fyrir dyrnar. Á Íslandi vakti stríðið mikla athygli og fádæma viðbrögð sem komu af stað þjóðfélagsumræðu er birtist víða. Flestir Íslendingar höfðu samúð með Finnum og fylltust aðdáun á baráttuþreki þeirra í hinu ójafna tafli. Stjórnmálaflokkar, félög og einstaklingar, m.a. allir helstu áhrifamenn landsins, tóku afstöðu til stríðsins og fullveldisdagurinn árið 1939 breyttist í sannkallaðan samúðardag Finnum til heiðurs. Rauði kross Íslands og Norræna félagið á Íslandi gengust fyrir umfangsmikilli fjársöfnun Finnum til handa og varð þetta stærsta fjársöfnun sem farið hafði fram á Íslandi til þessa. Enn fremur gerðust fjórir Íslendingar sjálfboðaliðar í vetrarstríðinu og fóru til Finnlands. Þetta voru þeir Ásgeir M. Einarsson, Gunnar Finsen, Snorri Hallgrímsson og Þórarinn Sigmundsson. Markmið þessarar ritgerðar er að greina frá samúð og samhug Íslendinga með Finnum veturinn 1939-1940. Atburðarás fyrstu daga styrjaldarinnar er rakin en þá var efnt til fjöldafunda og hópgangna víðsvegar um landið. Enn fremur er afstaða Íslendinga til stríðsins og Finna skoðuð út frá samúðarorðræðunni sem birtist í helstu dagblöðum landsins á tímabilinu sem stríðið stóð yfir en jafnframt er fréttaflutningur þeirra blaða sem ýttu undir samhug með Finnum kannaður. Færð eru rök fyrir því hvað leiddi til hinnar víðtæku samúðarhreyfingar hér á landi með tilliti til almennra viðbragða Vesturlandabúa, einkum Norðurlandaþjóða en einnig þátta sem sprottnir voru úr íslenskum jarðvegi. Stuðningur Íslendinga við Finna í stríðinu er skoðaður og er framkvæmd og árangri Finnlandssöfnunarinnnar lýst ítarlega og hún skoðuð í samhengi alþjóðlegu Finnlandshjálparinnar. Að lokum er saga íslensku sjálfboðaliðanna í vetrarstríðinu rakin en henni hefur ekki verið gerð mikil skil áður.

Accepted: 
  • Sep 12, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12951


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Forsíða og titilsíða.pdf30.53 kBOpenForsíðaPDFView/Open
Ritgerð lokagerð2.pdf718.67 kBOpenMeginmálPDFView/Open